Saga - 2010, Blaðsíða 242
Georg G. Iggers og Q. edward Wang ásamt Supriya Mukherjee, A
GLoBAL HISToRy oF MoDeRN HISToRIoGRAPHy. Pearson Long -
man. Harlow 2008. xii + 436 bls. orðalisti. Nafna- og atriðisorðaskrá.
Ýmsir lesendur Sögu kannast við þýsk-bandaríska sagnfræðinginn Georg G.
Iggers, m.a. vegna þess að hann hefur flutt fyrirlestra hérlendis og eins var
íslensk þýðing á einni af þekktustu bókum hans, Sagnfræði á 20. öld
(Historiography in the Twentieth Century), gefin út af Sagnfræðistofnun árið
2004. Sú bók fjallar eingöngu um vestræna sagnaritun, efni sem átti brýnt
erindi við Íslendinga því að það er sú hefð sem Ísland tengist hvað nánust-
um böndum. Á hinn bóginn hefur krafan um að horfa út fyrir Vesturlönd
orðið háværari á síðustu árum, samfara aukinni áherslu sagnfræðinga á
heimssögu. Í eftirmála, sem Iggers skrifaði sérstaklega fyrir íslensku útgáf-
una, ræðir hann um þetta atriði. Þar bregður fyrir dálítilli sjálfsgagnrýni:
„Þó nokkrar bækur komu út á vestrænum tungumálum á tíunda áratugn-
um um sögu sagnaritunar, en allar, að þessari bók meðtalinni, með einni
þýskri undantekningu, fjölluðu eingöngu um evrópska eða norðurameríska
höfunda. ekki var þarna að finna neinn samanburð á sagnfræðilegri hugs-
un á milli ólíkra menningarheima. … Slík sagnfræði er enn sem komið er
verkefni framtíðar“ (bls. 182–183). Neðanmáls sagðist hann síðan vera að
vinna að slíku heimssögulegu verki. Það var svo árið 2008, þegar Iggers var
rúmlega áttræður, sem verkið kom út. Það verk er einmitt hér til umræðu.
Aðalmeðhöfundur Iggers er Q. edward Wang, sérfræðingur í kínverskri
sagnaritun, og aukameðhöfundur er Supriya Mukherjee, sérfræðingur í ind-
verskri sagnaritun.
Bókinni skipta höfundar í átta meginkafla. Sá fyrsti fjallar almennt um
stöðu sagnaritunar á 18. öld og eru undirkaflar um einstaka heimshluta. Í
öðrum kafla er gerð grein fyrir framgangi þjóðernishyggju og þjóðernis-
legrar sagnaritunar á Vesturlöndum, í Miðausturlöndum og á Indlandi á 19.
öld. Sá þriðji fjallar síðan um hvernig akademísk sagnfræði mótaði og
umskapaði sagnfræðistéttina á Vesturlöndum og í Austur-Asíu á 19. öld. Í
fjórða kafla ræða höfundarnir um sagnaritunina í skugga heimsstyrjalda
síðustu aldar og það andstreymi sem söguhyggjan og nútímasagnfræði
lentu þá í. Fimmti kafli snýst um þá skírskotun sem þjóðernissinnuð saga
hafði víða um lönd á 20. öld, en höfundar beina sjónum sínum einkum að
sagnfræðiiðkunum í Miðausturlöndum og Asíu. Sjötti kafli er helgaður
þeirri gagnrýni sem forsprakkar félagssögunnar, póstmódernismans og
eftir lenduhyggjunnar beindu að hefðbundinni sagnfræði á eftirstríðsárun-
um. Í sjöunda kafla er fjallað um uppgang íslamskrar og hnignun marxískrar
hugmyndafræði í sagnaritun í Asíu og Miðausturlöndum seint á 20. öld.
Lokakaflinn fjallar svo um þróun sagnaritunarinnar í kjölfar kalda stríðsins,
nánar tiltekið um árin 1990–2007.
Með þessari bók er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur enda er
þetta fyrsta verk af þessu tagi í heiminum. Ljóst er að þeir sem hafa lesið
ritfregnir242
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 242