Saga - 2010, Blaðsíða 46
þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 endurspeglaði ekki stjórnskipunina
eins og hún var þá né heldur var hún heilsteypt plagg sem hafði
verið hugsað til hlítar. Þetta verður rökstutt og því lýst að ásamt
fleiru leiði þetta til þess að nú þurfi að hugsa hvaða reglur gildi og
eigi að gilda um synjunarvaldið.
Í umræðunni kringum búsáhaldabyltinguna í ársbyrjun 2009 var
stundum vísað til þess að stjórnarskráin væri að verulegu leyti
óbreytt frá 1874 eða jafnvel 1849.1 Nauðsyn þess að endurskoða
stjórnarskrána var rökstudd með vísan til þessa. Í blaðagreinum var
þannig spurt: „ert þú 19. aldar Dani?“2 Þarna var í reynd (og með
allnokkurri einföldun) verið að bera saman Ísland árið 2009 og Ísland
1875, sem var konungsveldi þar sem Alþingi fór með efnislega tak-
markað löggjafarvald, konungur valdi handhafa framkvæmdar-
valdsins, dómstólar mátu ekki hvort lög samrýmdust stjórnar skrá, í
gildi var ófullkominn mannréttindakafli og kosningaréttur var tak-
markaður (8–10% þjóðarinnar höfðu kosningarétt um 1875). Árið
2009 var íslenska ríkið fullvalda (með óskorað lagasetningarvald sem
og annað vald), dómstólar mátu hvort lög og stjórnvaldsathafnir
samrýmdust stjórnarskrá, það var þingræði, almennur kosningarétt-
ur, lýðveldi og endurnýjaður mannréttindakafli í gildi.
Stjórnskipunin gjörbreyttist m.ö.o. á þessum tíma, þótt rétt sé að
stór hluti greina stjórnarskrárinnar er lítt breyttur frá 1874. Það er
nefnilega munur á rétti og texta; á stjórnskipun og stjórnarskrá.
Rétturinn — í þessu tilviki stjórnskipunin — getur og hefur breyst
án þess að textinn breytist. Þetta byggist að hluta til á breyttri túlkun
ákvæða og að hluta á því að það eru fleiri réttarheimildir en skráð
lög ein. Þær réttarheimildir geta breyst og rétturinn einnig þótt text-
inn sé óbreyttur, og það er það sem gerðist í íslensku stjórnskipun-
inni, bæði fyrir og eftir lýðveldisstofnun.
Þegar undirbúningur lýðveldisstjórnarskrárinnar hófst sagði í
22. gr. stjórnarskrárinnar frá 1920 svo: „Samþykki konungs þarf til
ragnheiður kristjánsdóttir46
1 Vissulega er stjórnarskráin að stofni til gömul. en í mörgum tilvikum virðist
ofuráhersla lögð á þá staðreynd og talningu greina (hversu margar greinar
stjórnarskrárinnar eru svipaðar í núgildandi stjórnarskrá og í stjórnarskránni
frá 1874) en minna horft á þær breytingar sem orðið hafa. Sjá, sem eldra dæmi
um þetta, Gunnlaugur Þórðarson, „Gjöfin sem ekki var gefin“, Alþýðublaðið 24.
janúar 1975.
2 Sjá Vef. Margrét Tryggvadóttir, „ert þú 19. aldar Dani“, http://sunnlending-
ur.is/frettir/news_details/565, sótt 16. mars 2010. Sjá ennfremur (sömu grein) á
http://www.margrettryggva.is/?p=8.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 46