Saga - 2010, Blaðsíða 47
þess, að nokkur samþykt Alþingis fái lagagildi. … Nú hefir kon-
ungur eigi staðfest lagafrumvarp, sem Alþingi hefir samþykt, áður
en næsta reglulegt Alþingi kemur saman, og er þá frumvarpið niður
fallið.“ eins og Helgi Skúli kjartansson lýsti vel í grein í Stjórnmálum
og stjórnsýslu árið 2006, gerði konungur sig tvisvar á heimastjórnar-
tímanum líklegan til að beita synjunarvaldi sínu sjálfur, en þegar
nær dró lýðveldisstofnun varð óhugsandi að hann beitti því.3
Textinn, sem milliþinganefndin tók til skoðunar, var engu að síður
sá sem hér var lýst.
Dæmið um synjunarvald konungs var aðeins eitt af mörgum
dæmum um það að stjórnarskráin sem var í gildi þegar menn undir -
bjuggu lýðveldisstofnunina endurspeglaði ekki stjórnskipunina. Það
var breitt bil milli textans og framkvæmdarinnar eða kerfisins. Sem
annað dæmi má nefna að árið 1920 var sú breyting gerð að kveða á
um það í 1. gr. að stjórnskipulagið væri þingbundin konungsstjórn.
Þetta var gert til að taka ákvæði um þingræði inn í stjórnarskrá.
Hins vegar var ekkert hróflað við ákvæði stjórnarskrárinnar um að
konungur (nú forseti) skipaði ráðherra og veitti þeim lausn.4 Hvergi
var minnst á áhrif þingsins í því sambandi. Við undirbúning
lýðveldisstofnunar var því í stjórnarskránni, rétt eins og núna,
ákvæði um skipunarvald konungs gagnvart ráðherrum sem hafði
staðið óbreytt frá því fyrir þingræði. Hvernig átti að skilja það eftir
að þingræði var komið á?
Allt þetta skiptir máli vegna þess að það er mikilvægt að átta sig
á því að stjórnarskráin var við lýðveldisstofnun, rétt eins og hún er
núna, samsafn misgamalla ákvæða sem passa misvel saman og er
beitt misnákvæmlega. Sum ákvæði hennar verður að skilja eftir
orðum sínum5 og það varðar ógildi6 og stjórnskipunarkreppu ef frá
þeim er vikið. Öðrum er ekki beitt samkvæmt orðum sínum auk
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 47
3 Helgi Skúli kjartansson, „Forveri forseta. konungur Íslands 1904–1944“, Stjórn -
mál og stjórnsýsla 2:1 (2006), bls. 57–72, hér bls. 59 og 68–71.
4 Sjá 11. gr. stjórnarskrárinnar nr. 9/1920, nú 15. gr. stjórnarskrárinnar nr.
33/1944. Þá var einnig að finna í stjórnarskránni, rétt eins og enn er um for-
setann, ákvæði um að konungur skipaði embættismenn, veitti undanþágur,
gerði samninga við önnur ríki o.fl.
5 Sjá t.d. 1. mgr. 35. gr. stjórnarskrár þar sem segir: „Reglulegt Alþingi skal koma
saman ár hvert hinn fyrsta dag októbermánaðar eða næsta virkan dag ef helgi-
dagur er og stendur til jafnlengdar næsta árs hafi kjörtímabil alþingismanna
ekki áður runnið út eða þing verið rofið.“
6 Sjá t.d. 44. gr. og 53. gr. stjórnarskrár.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 47