Saga - 2010, Blaðsíða 202
sífellt fleiri konur tókust á við ný embætti og pólitík, sóttust eftir menntun
og létu að sér kveða á sviði lista og menningar. og meðal þeirra sem brutu
blað í réttindabaráttu kvenna með störfum sínum eða baráttuanda voru
konur úr útskriftarárgangi Vigdísar 1949 (m.a. Margrét Guðnadóttir læknir,
skáldkonan Svava Jakobsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður
og ráðherra). ekki má gleyma nýju kvennahreyfingunni á áttunda áratugn-
um með róttæka Rauðsokka í fararbroddi. Þessar konur ruddu brautina
fyrir Vigdísi — það er ekki bara Vigdís sem hefur rutt brautina fyrir konur.
Þegar komið er í síðari hluta bókarinnar týnist konan Vigdís smám sam-
an og eftir að hún er orðin forseti er mestu rými eytt í að ræða embættið,
einkum þau mál sem umdeild voru á sínum tíma (neyðarlög á flugfreyjur
kvennafrídaginn 24. október 1985, en allt í kringum það mál sýnir ótrúlegt
og algert skilningsleysi karla; eeS-samningurinn; afstæð mannréttindi í
heimsókn til kína 1995). Þetta er allt áhugavert í sjálfu sér en mín vegna
hefði mátt draga verulega úr vægi þessara mála. Það er engu líkara en
Vigdísi finnist hún þurfa að réttlæta erfiðar og umdeildar ákvarðanir líkt og
þær væru blettur á annars farsælum ferli hennar sem forseta. Lesandi hlýtur
að spyrja sig hvort greina megi biturð — hvort Vigdísi finnist hún hafa verið
misskilin og mistúlkuð.
Aðeins einn undirkafli í hlutanum um forsetaembættið fjallar um lífið á
Bessastöðum, þ.e. um manneskjuna Vigdísi, daglegt líf og hvaða áhrif emb-
ættið hafði á það líf. Í þessum síðari hluta hefði ég einmitt viljað sjá meira af
slíku, meira almennt um lífið og tilveruna, um gildin í lífinu, siðferðileg
spursmál, náttúruna; hvernig Vigdís les land og þjóð eftir öll þessi ár; í raun
að tveir síðustu kaflarnir, um árin eftir að hún hverfur úr embætti forseta og
samtalskaflinn, væru viðameiri. Þetta breytir þó ekki því að í heild er bókin
vel heppnuð — hreinskilin og persónuleg, einkum fyrri hlutinn.
Að lokum má spyrja hvort Vigdís Páls Valssonar sé sett á stall. Svar mitt
er já, hún er sett á stall, en konan á stallinum er mannleg og jafnvel þótt líf
hennar sé sett fram sem ferli atburða sem smám saman gera hana (óhjá-
kvæmilega) að forseta er því ekki lýst sem hnökralausri samfellu heldur ein-
kennist það frekar af átökum konu við sjálfa sig og það samfélag sem hún
lifir í og af rofum sem, þegar upp er staðið, leiða til þroska og bæta hana
sem manneskju — eins og vera ber.
Erla Hulda Halldórsdóttir
ritdómar202
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 202