Saga - 2010, Blaðsíða 227
muni þekkja þá sögu og t.d. vita að frumdrög textans voru notuð sem
kennsluefni í því námskeiði. Útskýra hefði mátt betur hvernig Gunnar vann
að þróun textans með nemendunum. Í þessu sambandi mætti vísa í formála
níunda bindis af Sögu Íslands. Þar er að finna stutta lýsingu ritstjóranna á
samvinnu Gunnars við nemendur sína en kafli hans í því bindi varð einmitt
til með sama hætti og textinn í þessu tíunda bindi: „Þessi kafli [í níunda
bindinu] er unninn upp úr texta sem til varð árin 1991–97 á yfirlitsnám-
skeiðum í sagnfræði um sögu Íslands. Þátttakendur á námskeiðunum
skrifuðu undir handleiðslu kennara einstaka kafla eða endurrituðu kafla
félaga sinna frá fyrri árum. Þetta efni var síðan notað jafnóðum sem lesefni á
námskeiðunum. Frá upphafi var gert samkomulag um að kennari mætti nýta
þessa texta hvernig sem hann vildi og birta sem eigin höfundarverk. efni
þetta hefur nýst höfundi á ýmsan hátt við samningu þess kafla sem hér birt-
ist, þótt ekki væri rúm fyrir allt sem hafði verið skrifað um í námskeiðunum“
(bls. vii–viii). Ítarlegri lýsingu á þessu samvinnuverkefni er að finna í for-
málum fjölritanna sem voru búin til úr textum Gunnars og nemenda hans.
Þau verða vonandi vel varðveitt vegna þess að þetta var merkileg tilraun til
að skapa og endurrita texta, tilraun sem Gunnar kallaði á einum stað
„iðnskóla í sagnfræði“ (Íslenskir sagnfræðingar II (2002), bls. 235). Þessi tilraun
tengist því tvöfalda markmiði sem Gunnar setti námskeiðum sínum, að nem-
endur öðluðust ekki aðeins þekkingu á sögunni heldur fengju einnig þjálfun
í sagnfræðilegum vinnubrögðum, t.a.m. í því að rita yfirlitsrit. Í formálum
fjölritanna kemur fram að Gunnar hafi lagt grunn að handriti hluta fjölrit-
anna snemma á áttunda áratugnum og þá fyrir ritröðina Sögu Íslands. Þegar
sú útgáfa lagðist í dvala ákvað hann að láta nemendur vinna frekar í textun-
um og frumsemja aðra, auk þess að safna saman frumheimildum. Gunnar
tók virkan þátt í vinnsluferlinu og setti sitt höfundarmark á textana: „Ég
stefni hiklaust og feimnislaust að því að láta framlög einstakra nemenda
hverfa og gera verkið meira og meira að mínu eigin höfundarverki —
kannski á svipaðan hátt og arkitekt skapar hús sem höfundarverk sitt þótt
hann vinni ekki handavinnuna“, segir Gunnar í formála fyrra heftis Annarra
draga að Íslandssögu 1830–1904 árið 2001. Auðvitað hefði hann farið létt með að
skrifa þetta verk einn, en fróðlegt hefði verið að heyra hugleiðingar hans um
hvort samvinnan við nemendurna hafi á einhvern hátt sett mark sitt á verkið.
Ljóst er að Gunnar hefur við vinnslu handrits að þessu bindi haldið
áfram að gera texta fjölritanna að eigin höfundarverki. Séu textar þeirra
bornir saman við textana í bókinni, þá sést að sumt er algerlega samhljóða
textunum í síðustu útgáfu fjölritanna en annað hefur verið slípað til, fellt út,
endurskrifað eða algerlega frumsamið. Rennslið er almennt meira og yfir-
ferðin hraðari og hnitmiðaðri í hinni prentuðu útgáfu en í fjölritunum. og
þar með erum við komin að einum af styrkleikum þessa verks, sem er lip-
urð í framsetningu á flóknum, sögulegum ferlum. Hér kemur auðvitað ára-
tugalöng ritreynsla höfundar honum í góðar þarfir: Áreynslulaust rennur
textinn fram án þess að orðin verði of mörg eða of fá.
ritdómar 227
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 227