Saga - 2010, Blaðsíða 230
Prentunin á þessari bók er í háum gæðaflokki en á hinn bóginn er
bandið of stíft; slíkt er ekki boðlegt í riti af þessu tagi. Að lokum verður að
geta þess að frágangur á textum bókarinnar er til fyrirmyndar.
Páll Björnsson
kristján Sveinsson, ÍSLeNSkAR HAFNIR oG HAFNARGeRÐ. Sigl -
inga stofnun Íslands. kópavogur 2009. 492 bls. Myndir, uppdrættir,
mynda- og nafnaskrá.
Alla síðustu öld gegndu hafnir lykilhlutverki í sjávarplássum landsins. Þar
tóku menn púlsinn á athafnalífinu. Ég minnist þess að þegar fjölskyldan
ferðaðist um landið á áttunda áratugnum var yfirleitt keyrt beint niður að
höfn þegar við komum á nýjan stað því pabbi þurfti að taka stöðuna þar, sjá
hvaða bátar væru í landi og rifja upp hverjir ættu þá. Þannig var það víst
með fleiri útgerðarmenn og sjómenn. Heima á Höfn í Hornafirði var höfn-
in hálfgerður leikvöllur okkar strákanna. Þar veiddum við silung, ufsatitti
og lúru. Beitan var ekki af verri endanum, oft humar sem við fundum í troll-
um um borð í bátunum eða innyfli úr aflanum okkar.
Nú er öldin önnur. Í gamla heimaplássinu mínu hefur höfnin að vísu
mikla hagræna þýðingu ennþá, en félagslegt mikilvægi hennar er langtum
minna en áður. Bátunum hefur fækkað, sérstaklega vertíðar- og dagróðrar-
bátum, og þar er ekki lengur sama iðandi athafna- og mannlífið og fyrrum.
Höfnin er ekki lengur leikvöllur barnanna í bænum, það er ekki vel séð að
þau séu að sniglast þar.
Íslenskar hafnir og hafnargerð skiptist í nokkurn veginn tvo jafnstóra parta.
Í fyrri hlutanum er fjallað almennt um sögu hafna og hafnargerðar á land-
inu en í hinum síðari eru höfnum gerð skil, hverri höfn fyrir sig. Síðari hlut-
inn nýtist því vel sem uppflettirit fyrir þá sem vilja glöggva sig á sögu til-
tekinna hafna.
Í inngangi getur höfundur þess að markmiðið með ritun bókarinnar sé
„í senn að gefa yfirlit yfir helstu þættina í þróun hafnargerðar í landinu,
stjórnsýslu hafnamála, hafnarmannvirkja og byggingu þeirra“ (bls. 13).
Titill verksins er opinn og gefur fyrirheit um einhvers konar heildarsögu
þessara mála, jafnvel frá upphafi Íslandsbyggðar, því þótt lengi vel hafi lítið
farið fyrir hafnargerð var fjöldi náttúrulegra hafna með ströndum fram,
nema helst á suðurströnd landsins þar sem var hafnleysa. Í inngangi er
tímaramminn þó skýrt afmarkaður en þar segir að bókin segi „sögu hafn-
arframkvæmda á Íslandi frá því að ríkissjóður hóf að styrkja hafnarbætur
laust fyrir aldamótin 1900 til samtímans“ (bls. 13). Upp frá því varð hafn-
argerð „samstarfsverkefni sveitarfélaga og ríkisins“ og hefur verkaskipt-
ingin í stórum dráttum verið á þá leið að forræði framkvæmdanna „hefur
ritdómar230
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 230