Saga


Saga - 2010, Blaðsíða 233

Saga - 2010, Blaðsíða 233
hluta ritsins gerir höfundur ágæta grein fyrir rannsóknarstarfinu, sem væri óhugsandi án erlends samstarfs. en starfsmenn Siglingastofnunar hafa líka byggt upp þekkingu sem vakið hefur athygli erlendis og verið hagnýtt þar. Þar er um að ræða svokallaðan íslenskan bermugarð, brimvarnargarð sem aðlagaður hefur verið íslenskum aðstæðum. ekki fer á milli mála að nútíma hafnargerð getur verið gríðarlega krefj- andi verkefni. Hún kallar á umfangsmikla undirbúnings- og rannsókna- vinnu þar sem meta þarf flókið samspil vinda, strauma og öldugangs, auk þess sem taka þarf tillit til jarðfræðilegra aðstæðna, hagrænna þátta, um - hverfis sjónarmiða og margvíslegs notagildis. Óvíða mun reyna meira á þessa þætti en í nýjustu höfn landsins, Landeyjahöfn, sem nú er á lokastigi. Alla 20. öldina dreymdi menn um að gera nothæfa höfn á suðurströnd landsins þar sem gjöful fiskimið eru skammt undan. Lengi vel bentu allar athuganir til þess að þetta væri mönnum ofviða, eða allt þar til um síðustu aldamót að menn eygðu loks raunhæfan möguleika á að láta drauminn ræt- ast með gerð Landeyjahafnar, reyndar í þeim megintilgangi að stytta ferju- leiðina til Vestmannaeyja. Í sérstökum kafla um höfnina (bls. 206–209) kem- ur fram að ákveðið hafi verið að byggja hana að undangengnum ítarlegum athugunum á öðrum möguleikum til að bæta samgöngur til eyja. eins og mörgum er í fersku minni var tekist á um málið, m.a. á Alþingi. Það vekur því undrun að höfundur skuli ekkert minnast á þær efasemdir og þá gagn - rýni sem margir, m.a. skipstjórar, settu fram af þessu tilefni. ekki er heldur getið um aðra kosti, t.d. jarðgöng (veggöng) sem mjög voru til umræðu, heldur er látið nægja að segja frá því hve mikið og gott starf liggi að baki framkvæmdinni. Hvernig eiga lesendur að geta tekið afstöðu til hafnar- gerðarinnar ef þeir þekkja aðeins hluta sögunnar? Hér er sjónarhorn frá- sagnarinnar allt of þröngt að mínu mati og ef til vill segir það okkur eitthvað um það hve vandasamt getur verið að taka fyrir í sagnfræðiritum málefni sem standa okkur nálægt í tíma. Svo á líka eftir að koma í ljós hvernig Land - eyjahöfn reynist. Þetta leiðir hugann að annars konar álitaefni við söguritun á vegum opin- berra stofnana. Í formála ritsins segir siglingamálastjóri það skyldu Siglinga - stofnunar „að halda til haga sögu þeirrar starfsemi sem fer fram á vettvangi hennar og leggja þannig sinn skerf til Íslandssögunnar“ (bls. 11). Hann tekur jafnframt fram að ástæðuna fyrir því að ráðist var í verkið núna megi rekja til þess „að um þessar mundir eru í undirbúningi allverulegar breytingar“ á fyr- irkomulagi hafnamála „þar sem sveitarfélögum verður ætlaður stærri hlutur á hafnargerðarsviði en verið hefur“ (bls. 12). Þetta eru í sjálfu sér góð og gild rök, en spyrja má hvort það sé heppilegt að siglingamálastjóri sitji í (þriggja manna) ritnefnd bókarinnar (ásamt tveimur öðrum starfsmönnum stofnun- arinnar). Slíkt fyrirkomulag býður þeirri hættu heim að höfundur vinni und- ir óeðlilegum þrýstingi frá þeirri stofnun sem hann starfar fyrir. Þegar á heildina er litið er bókin Íslenskar hafnir og hafnargerð vel úr garði gerð. Höfundur skrifar læsilegan texta og setur efnið fram með skipulegum ritdómar 233 Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.