Saga - 2010, Blaðsíða 170
Það er einkum á öðru atriðinu sem sést að Florin er ekki að hugsa
um að senda íslensku félögunum velfarnaðaróskir. Það er ekki nóg
að íslenskur fulltrúi verði kominn heim til Íslands (eftir fundi í
Moskvu) í lok september, þó að flokksþingið sé ekki boðað fyrr en
20. október. Það þýðir að hann telur að einhverju verði að breyta
fyrr, augljóslega fyrirætlunum íslensku kommúnistanna. Það vekur
líka athygli að sögnin sem Florin notar í fyrsta liðnum um að koma
skilaboðum til ritstjóra málgagnsins (sem var á þessum tíma opin-
ber staða einars olgeirssonar í flokknum) er „abfangen“, sem þýðir
að ná, grípa eða stöðva. Því er líklegt að Florin hugsi sér að einar
myndi þá ekki fara um borð í skipið heldur koma á fund yfirstjórn-
ar kominterns í Moskvu áður en hann færi heim til Íslands. Þriðji
möguleikinn, að senda bréf, er ef til vill raunhæfastur miðað við
ástandið í Moskvu á þessum tíma. Það var niðurskurðartími hjá
komintern í bókstaflegri merkingu. Þegar minnisblaðið var skrifað,
í ágúst 1938, var búið að handtaka, drepa eða flæma burtu um tvo
þriðju þeirra sem höfðu starfað hjá alþjóðasambandinu tveimur
árum fyrr. Minnisblaðið sýnir því að Florin tekur sem gefið að áform
Íslendinganna séu í ósamræmi við vilja kominterns og að grípa
þurfi inn í atburðarásina áður en það sé orðið um seinan. Spurn -
ingin sé bara hvernig best sé að gera það.
Nú vitum við ekki hvað gerðist næst. komintern lét eins og
Sósíalistaflokkurinn væri ekki til frá stofnun hans og þar til kristinn
e. Andrésson, einn af leiðtogum sósíalista og framkvæmdastjóri
Máls og menningar, kom til Moskvu tæpum tveimur árum síðar.
Flokkurinn fær engin fyrirmæli frá komintern, málefni hans eru
ekki rædd í yfirstjórninni og engin bréf eru send til Moskvu um starf
flokksins eða stefnumál. Hvers vegna? Þór hefur getið sér þess til að
skjöl hafi týnst. Það er ólíklegt að slíkt geti skýrt þögnina, ekki síst
þegar hugsað er til þess að skrá yfir mál sem rædd voru af yfir-
stjórninni hefur varðveist í heilu lagi. Skráin sýnir að íslensk málefni
voru ekki rædd frá byrjun september 1937 þangað til í maí 1940.6
jón ólafsson170
6 Við samningu þessarar greinar rifjaðist upp fyrir mér að í mörgum heimsókn-
um mínum á kominternsafnið í Moskvu (RGASPI) hef ég smám saman tekið
saman lista upp úr þessari skrá yfir fundi yfirstjórnarinnar þar sem Ísland var
á dagskrá. Lesendum til glöggvunar birti ég þessa minnispunkta á heimasíðu
minni: http://www.jonolafs.bifrost.is/2010/04/06/heimildir-ur-safni-komin-
terns/. Þeir eru tæmandi yfirlit um skrána og gefa vissa hugmynd um hvernig
tekið var á íslenskum málum hjá komintern, þó að þeir innihaldi ekki allar
upplýsingar um hvern fund eða skýrar tilvísanir til annarra gagna.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 170