Saga - 2010, Blaðsíða 217
fræðilega upp. Vísanir eru fyrst og fremst notaðar þegar um er að ræða
langar tilvitnanir, en texti Péturs sjálfs er ekki skrifaður fræðilega með kerfis -
bundinni notkun allra viðeigandi heimilda eða tilraun til að ná utan um
sviðið hverju sinni. Í síðari hluta bókarinnar nýtir Pétur sér ákveðinn heim-
spekilegan og sagnfræðilegan litteratúr, en val hans er háð smekk og tilvilj-
un frekar en að efnið kalli á það. Það er til dæmis engin sérstök ástæða fyrir
því að nýta parta út ritum Hönnuh Arendt í vangaveltum um pólitískan
veruleika 20. aldarinnar; margt annað hefði gert sama gagn, þ.e. hefði nýst
höfundinum við að undirbyggja ákveðinn skilning á 20. öldinni sem með
einhverjum hætti getur varpað ljósi á Þórberg og umhverfi hans. kannski er
niðurstaðan sú að verkið sé fræðirit eftir skáld sem vill á einhvern hátt
afsaka sig fyrirfram: Hann sé nú ekki beint fræðimaður og verkið ekki beint
fræðirit, það sé öllu heldur einhverskonar skáldfræðisaga. Nema Pétur vilji
halda öllum þessum möguleikum opnum og leyfa lesandanum að ákveða
hvaða skilning hann vilji leggja í hugtakið í þessu samhengi.
Vilji maður fara nánar út í þá sálma vaknar auðvitað spurningin um hvað
fræðirit sé; hvernig skilgreina eigi slíkt rit eða lýsa því. Ég vil leggja þann
skilning í orðið að fræðirit þurfi, til að standa undir nafni, að fela í sér grein-
ingu á viðfangsefninu. Tilraun til að taka það fræðilegum tökum, setja fram
tilgátur um skýringar, komast að niðurstöðum, rökstyðja þær og svo fram-
vegis. Fræði eru ekki fróðleikurinn heldur tilraunin til að vinna úr fróðleik á
ákveðinn hátt. Sé þessi mælikvarði lagður á ævisöguna er hún ekki fræðirit.
en það þýðir ekki að verkið sé ekki mikilvægt fræðilega. Mig grunar þó að
þegar fram líða stundir eigi bækurnar tvær fyrst og fremst eftir að hafa gildi
sem inngangur að Þórbergi Þórðarsyni. og það virðist í ágætu samræmi við
markmið Péturs Gunnarssonar, að auka veg Þórbergs í bókmenntaumræðu
og efla skilning á honum sem persónu og verkum hans þar með. Verkið er
sem fyrr segir ekki bara skemmtilega skrifað heldur einstaklega aðlaðandi
og læsilegur texti sem sameinar ævisögu og aldarfarslýsingu, teflir saman
fólki sem þekkt er úr öðru samhengi, dregur upp myndir og varpar fram
spurningum sem hljóta að auka áhuga fólks á að lesa verk Þórbergs sjálfs
frekar en að gera það óþarft eða fæla frá. Verkið er áhugavert framlag til
íslenskrar bókmenntasögu, þó ekki væri nema vegna þess að það er
(skáld)verk eins okkar fremstu rithöfunda.
eitt af því sem flækir ævisögu Þórbergs Þórðarsonar er sú staðreynd að
skrif hans eru að stórum hluta ævisöguleg. Ævisagnahöfundurinn þarf því
í senn að vinna úr því sem Þórbergur skrifaði og birti, því sem hann skrifaði
og birti ekki og bréfum sem sum hafa birst og önnur ekki. Rithöfundur eins
og Þórbergur, sem er sveipaður þykku lagi af þeirri persónu sem hann bjó
til úr sjálfum sér, þarfnast flysjunar eða afhjúpunar. Pétur ræðst aldrei
þráðbeint til atlögu við þetta verkefni. Hann byrjar fyrra bindi ævisögunn-
ar á staðar- og aldarfarslýsingu og fléttar svo saman við hana þá frásögn
sem lesendur Þórbergs þekkja vel. Hann lætur í ljós undrun yfir þessu og
ritdómar 217
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 217