Saga - 2010, Blaðsíða 111
segir í formála að hann hafi ákveðið að gefa bókina út í tilefni þess
að Steinn Steinarr hefði orðið sjötugur á árinu sem hún kom út
(1978), og því er bókin að mörgu leyti skrifuð í minningu Steins og
að einhverju leyti um hann. Agnar tekur fram að hópurinn, sem val-
inn var af kristni e. Andréssyni, hafi verið sundurleitur (auk Agnars
og Steins voru þeir Hallgrímur Jónasson kennari, Jón Bjarnason
fréttastjóri, Ísleifur Högnason fyrrverandi alþingismaður, Leifur
Þórarinsson tónskáld og Jón Óskar rithöfundur með í för) og hann
tali einungis fyrir sín einkaviðhorf, „og viðbúið að öðrum ferða -
félögum komi sitthvað öðruvísi fyrir sjónir“ (6). Ferðin sem fjallað
er um í Kallað í Kremlarmúr var fræg á Íslandi enda var það í þessari
ferð sem Steinn Steinarr varð afhuga Sovétríkjunum.
Thor Vilhjálmsson var að mörgu leyti yfirvegaður í sinni frásögn,
en í fyrsta kafla ferðaþátta hans greinir hann þó á kaldhæðinn hátt frá
„ógnþrunginni ábyrgð“ (7) sem fylgi því að deila upplifun sinni af
Sovétríkjunum. Thor vísar þannig í hina „voðalegu rullu“ (7) að verða
„sjálfvirk upplýsingavél um Sovétríkin með því að tylla snöggvast fæti
þar niður“ (8), og síðar á ævinni skrifaði hann háðs ádeilu á ferða -
lýsingar í smásögunni (eða „skýrslunni“) Sendiför, sem kom út árið
1989 í bókinni Folda, þar sem hlutverkið fær á sig einkar kómískan blæ.
Helga kress bókmenntafræðingur hefur í grein um Foldu greint
Sendiför sem lýsingu á Íslandi samtímans og „skort þess á sjálfsvit-
und“.39 Helga sagði Sendiför lýsa „blekkingu og hug mynda fræði fólks,
sem gerir sér ekki grein fyrir stöðu sinni í lífinu, og um leið bregða …
upp mynd af Íslendingum meðal þjóða.“40 Þess eru einnig merki í bók
Thors Vilhjálmssonar að hann eigi í samræðum við aðra ferðabóka-
höfunda þegar hann skrifar bókina, eins og sagt verður frá síðar.
Þó að allir höfundar eigi það sameiginlegt að vilja fræða lesend-
ur um Sovétríkin, með umboði þess sem séð hefur og reynt, er samt
munur á framsetningu og efnistökum bókanna sem bæði má rekja
til breyttra tíma og starfsgreina höfunda þeirra. Í greiningunni sem
á eftir kemur flokka ég ferðasögur þeirra Halldórs, Þórbergs,
kristins og Áskels frá Stalínstímanum lauslega saman þar sem
hrifningin á Sovétríkjunum er augljós og bækurnar eru skrifaðar
með það fyrir augum að sannfæra lesendur um að sú hrifning sé
byggð á raunverulegum framförum og afrekum sósíalismans.
„ekkert venjulegt skemmtiferðalag“ 111
39 Helga kress, „Heima er bezt. Nokkur orð um íslenzkan veruleika í Foldu eftir
Thor Vilhjálmsson“, Skírnir 148 (1974), bls. 202.
40 Sama heimild, bls. 205.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 111