Saga - 2010, Blaðsíða 43
anfarinna ára á Íslandi, þess sundurlyndis sem gætti á Alþingi (sum-
ir líktu ástandinu við ófrið Sturlungaaldar) eða þess hve vel hefði tek-
ist til hjá ríkisstjóra þegar hann skipaði utanþingsstjórnina.8 Í þriðja
lagi komu fram ákveðnar tillögur um valdsvið forseta. Nokkrir lögðu
þannig til að honum yrði falið vald til að skipa stjórn og víkja henni
frá, að Íslendingar tækju upp forsetaræði í stað þingræðis.9 Í því sam-
bandi var bent á Bandaríkin þar sem valdamiklum forseta var falið
það vald sem konungur hafði farið með með í konungsríkjum.10
Hugmyndin um að taka upp forsetaræði kom ekki til umræðu á
þinginu.11 eysteinn Jónsson sagði að vegna þess að Alþingi hefði
sett sér að gera lágmarksbreytingar á stjórnarskránni væri því
óheimilt að stofna forsetaembætti sem væri gerólíkt konungs -
embættinu. Hann nefndi að uppi væru raddir um að breyta stjórn-
arskránni þannig að forseti hefði meira vald en konungur. en hann
fullyrti að slík breyting gæti ekki komið til álita fyrr en eftir lýðveld-
isstofnun og vísaði þar til þess að Alþingi hefði ákveðið að ekki
mætti taka upp í stjórnskipunarlögin annað en það sem stæði í
beinu sambandi við stofnun lýðveldis í stað konungdæmis.12
en hvað þá með 26. greinina og beina lýðræðið? eins og áður
sagði má finna dæmi um að þingmenn hafi talað um greinina sem
málskotsrétt þar sem forseti vísaði lögum í þjóðaratkvæði. en var
það grundvallaratriði? Um það má deila, enda er þingviljinn, að svo
miklu leyti sem hann kom fram í umræðum um stjórnarskrána,
hvorki skýr né afdráttarlaus. Þó er óhætt að fullyrða að talsmenn
þess meirihluta sem samþykkti þá útgáfu 26. greinarinnar sem varð
að lögum árið 1944 hafi helst haft hugann við mikilvægi þess að
tempra vald forseta til lagasynjunar; hugmyndir um beint lýðræði
hafi ekki verið lykilatriði.
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 43
okkar og framtíðin“, Alþýðublaðið 27. nóvember 1943 — „Lýðveldisstjórnar -
skráin“, Alþýðublaðið 25. febrúar 1944.
8 Magnús Bl. Jónsson, „Nýja stjórnarskráin“, Þjóðólfur 7. júní 1943 — „Sjálfstæðis -
málið“, Vísir 28. október 1943 — Jónas Guðmundsson, „Á þröskuldi lýðveldis-
ins“, Vísir 4. nóvember 1943 — Jón Blöndal, „Undirbúningur framtíðarstjórn-
arskrár fyrir Ísland“, Alþýðublaðið 5. apríl 1944.
9 Magnús Bl. Jónsson, „Nýja stjórnarskráin“, Þjóðólfur 7. júní 1943.
10 A. J. Johnson, „Lýðveldisstjórnarskráin“, Alþýðublaðið 19. febrúar 1944 — Jónas
Guðmundsson, „Á þröskuldi lýðveldisins“, Vísir 4. nóvember 1943.
11 Slík tillaga var lögð fram, en of seint og hlaut ekki umræðu (sjá nmgr. 22 í grein
Helga Bernódussonar hér að framan).
12 Alþingistíðindi 1944, B, d. 34. Sjá jfr. d. 58.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 43