Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 11
BREIÐFIRÐINGUR 11
Finnlandssænski bókmenntaverðlaunahafi Norðurlandaráðs, Kjell Wes töö, hefur oftar en einu sinni orðað þá þverstæðukenndu fullyrðingu að það eina
sem maður geti breytt sé sagan, hún sé einatt löguð að því sem henti sögumanni
eða áheyr endum, hinu gleymi maður. Þetta hefur oft verið orðað svo að við hag
ræðum sög unni þangað til við höfum fengið mynd sem unnt er að lifa við. Í
endurskoðaðri útgáfu sinni af bókinni um Snorra Sturluson (fyrst gefin út 1920)
árið 1973 komst Sigurður Nordal svo að orði um þá frændur sem hér verður
skjalað um:
Þá er margt sagt frá Snorra á fullorðinsárum hans og allt til æviloka í Íslendinga
sögu, sem rituð er af Sturlu Þórðarsyni, bróðursyni hans, sem fæddist 1214 og hafði
margvísleg kynni af frænda sínum, og nokkuð er hans getið í sögu Hákonar kon
ungs gamla, sem líka er samin af Sturlu. Verða tæplega bornar brigður á sannindi
þeirra staðreynda, sem sagt er frá í þessum ritum, þótt Sturla sé þeim ekki öllum
jafnkunnugur og seinni tíma mönnum geti þótt sennilegt, að viðhorf hans til Snorra
hafi ráðið nokkru um það, frá hverju hann eigi að segja og hvernig er frá sagt. (Snorri
Sturluson 1973, 21).
Þetta er mergurinn málsins: Um þá frændur, Snorra og Sturlu, vitum við margt
og fleira en um flesta Íslendinga á 13. öld, en mest er það komið frá einum
höfundi, Sturlu Þórðarsyni sjálfum, og enginn efast um að hann hafi valið úr því
sem hann mundi og unað sæll við það sem hann hafði gleymt viljandi eða óvilj
andi. Og þá verður freistandi að vitna í annan sænskumælandi höfund, Kerstin
Ekman, sem sagði: Það sem enginn man, það gerðist líka.
Hugleiðingar um þá frændur
Sturlu Þórðarson og Snorra Sturluson
Heimir Pálsson
Fjölskyldumál