Breiðfirðingur - 01.05.2018, Qupperneq 29
BREIÐFIRÐINGUR 29
Svo sem í framhjáhlaupi kemur fram að Snorri hafi um þessar mundir verið að
búi sínu í Stafholti, og fáir munu í vafa um að hann hafi ort þessa vísu. – Það er
svo kannski fremur grátbroslegt vegna framhaldsins að Snorri skuli hafa orðið
auðkýfingur um Björn, maka Hallveigar Ormsdóttur.
Leiðin til meiri auðæfa
Eftir lát Bjarnar stendur Hallveig, ekkja hans til þess arfs, og þegar Kolskeggur
hinn auðgi lést árið 1224 fellur auður hans til hennar, en áður hafði Ormur
tengdafaðir hennar (sá sem Norðmenn vógu í Vestmannaeyjum), annast eigur
Kolskeggs af þeirri skemmtilegu ástæðu að Þóra, systir Kolskeggs og erfingi hans,
var frilla Orms! Ættfræði auðmagnsins hefur löngum verið merkileg á Íslandi. Er
reyndar full ástæða til að taka eftir orðum Sturlu um arfskiptin eftir fall Orms
Breiðbælings: „Fór Sæmundi (í Odda) þat drengiliga, at hann gaf allan arf börn
um Orms eftir hann óskilgetnum“ (Sturlunga I 1946, 270). Þarna er upphafið
að auði Hallveigar.
Sæmundur, sá sem þarna sýndi drengskap sinn, sonur Jóns Loftssonar og fóst
bróðir Snorra, lést árið 1222 og hafði lagt svo fyrir „at Solveig, dóttir hans, skyldi
taka jafnmikinn arf sem einn hverr sona hans.“ Og eftirfarandi kafli er einn þeirra
sem oftast er vitnað til í sögum af Snorra:
Synir Sæmundar [í Odda] urðu á þat sáttir, at þeir skyldu því hlíta um fjárskipti,
sem Snorri Sturluson skipti með þeim, ok sendu þeir eftir honum um vetrinn, at
hann skyldi koma suðr til fjárskiptis.
Fór Snorri þá suðr ok Ingimundr Jónsson ok Ásgrímr Bergþórsson ok höfðu gott
föruneyti. Hann gisti at Keldum [þar bjó Valgerður, móðir Solveigar]. Var hann
þar í kærleikum miklum við þær mæðgur, ok fór Solveig í Odda með honum. Þótti
Snorra allskemmtiligt at tala við hana.
En er þau riðu frá Keldum, reið kona í mót þeim ok hafði flakaólpu bláa ok
saumuð flökin at höfði henni. Hafði hon þat fyrir hattinn. [Það er verðugt verkefni
fyrir tískuteiknara að búa til flakaúlpu]. Einn maðr var með henni. En þat var Hall
veig Ormsdóttir, er þá var féríkust á Íslandi. Snorra þótti hennar ferð heldr hæðilig
ok brosti at.
Snorri fór í Odda ok stillti svá til, at Solveig hafði koseyri af arfi, þeim er hon
rétti hendr til. En mest helt hann fram hlut Hálfdanar af öllum sonum Sæmundar.