Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 43
BREIÐFIRÐINGUR 43
hjáleigum. Staðarhóli tilheyrði mikið land allt frá sjó, inn Staðarhólsdal og
allt upp í Staðarhólstungur. Auk þess átti jörðin mikil ítök. í Jarðabók Árna og
Páls í byrjun 18. aldar er meðal annars getið um sölvafjöru í landi Saurbæjar,
skipstöður og naustgjörð í landi Tjaldaness, geldnautarekstur á Brunngilsdal
í Bitru, skógarhögg og kolagerð í Glerárskógi, hvalreka í Ingólfsfirði og viðar
reka fyrir Eyjum (JÁM VI, 1011). Líklegt er að þessi ítök hvíli á gömlum
merg og hafa verið ein af forsendunum fyrir veldi Sturlunga á þessum slóðum.
Í þessum fyrsta áfanga var lokið við að skrá á vettvangi fornminjar á
Staðarhólsjörðinni eins og hún er skilgreind í dag og einnig á Þurranesi. Auk
þess var undirbúningur hafinn fyrir skráningu á Kjarlaksvöllum, Lambanesi og
Miklagarði og rætt við ábúendur og heimildamenn. Við fornleifaskráningu er
gerð tilraun til að draga fram minjar í samhengi við þróun landslags og land
nýtingar allt frá landnámi til nútíma. Minjunum er lýst, þær kortlagðar, mældar
upp (DGPS) og ljósmyndaðar. Í framhaldinu er stefnt á að taka loftmyndir af
svæðinu með flygildi því minjar sem eru óglöggar á jörðu niðri koma oft í ljós við
slíka athugun. Hér verður gerð grein fyrir því helsta sem kom fram við skráningu
minja á svæðinu haustið 2017.
Minjar á Staðarhóli
Bæjarhóllinn er veglegur og afgerandi í landslaginu og á honum er gamla stein
húsið sem var reist 1943, væntanlega upp úr eldra timburhúsi því á túnakorti frá
1918 er merkt timburhús á sama stað (Eyðibýli á Íslandi, 22). Húsið stendur á
háhólnum en sunnan við það mótar talsvert fyrir rústarveggjum og eru þar vænt
anlega leifar eldri bæjar frá 19.20. öld eða útihúsa sem honum tilheyrðu. Í rofi
sunnan í hólnum má sjá grilla í mikla móösku og ljóst að þar er gamall öskuhaug
ur. Hóllinn er annars náttúrulegur að talsverðu leyti og skammt niður á klöpp í
honum þar sem hæst ber. Ólafur Skagfjörð, sem tók saman örnefnalýsingu fyrir
Staðarhól, virðist gera ráð fyrir að bær Sturlu Þjóðrekssonar (VígaSturlu) hafi
ekki staðið uppi á hólnum þar sem gamla íbúðarhúsið er nú og bæjarhús hafa
verið lengi, heldur hafi hann verið norðaustar (ÖStaðarhóll, 1). Væntanlega hef
ur hann þar í huga orð Melabókar, sem áður er getið, að Þjóðrekur (faðir Víga
Sturlu) hafi numið Saurbæ allan milli Tjaldaness og Múlafells og búið undir Hóli
(ÍF I, bls. 158). Kenning Helga Þorlákssonar um að þar sé átt við Saurhól gæti
átt við rök að styðjast en þó má benda á að það er iðjagrænn, lágur og aflang
ur hóll nokkurn veginn áfastur bæjarhólnum á Staðarhóli að norðaustan, undir