Breiðfirðingur - 01.05.2018, Qupperneq 70
BREIÐFIRÐINGUR70
Við Reykhóla er tengdur hinn frægi Kötludraumur, en fleiri stúlkur hafa
horfið þaðan í faðm huldumanna og stundum hefur verið beðið um skírn fyrir
börn þeirra. Í Hlíð í Þorskafirði vitjaði huldukona nafns, en í Skógum áminnti
huldumaður heimafólk um að láta ljós loga á nýársnótt. Í Fjarðarhornsdal inn af
Kollafirði heyrði bóndi kveðið við barn í klettinum Einbúa. Á Kirkjubóli á Bæj
arnesi hyllti bláklædd kona meystelpu upp í bæjargil og þaðan kom huldufólk á
báti til að tína skeljar í fjöru á Svínanesi. (JÁ I, 46, 54, 59, 119 III, 95; VI, 19; JÞ,
9, 15; ÓD I, 70; Gríma V, 99; BS I, 154, 156.)
Í Skáleyjum sást huldufólk bæði við bústörf, gleðskap og messugjörð í
Lyngeyjarkletti og þangað flutti huldumaður sig með mennsku fólki frá
Svefneyjum. Í Látrum var huldufólk, sem átti sína eigin hólma fyrir kýrnar
sínar og bannaði öðrum afnot þeirra, en þar var mennskt barn fengið til að
fara höndum um huldubarn og lækna það. Í Hergilsey var móðir Matthíasar
Jochumssonar leidd inn á vel búið heimili huldufólks til að hún skyldi hætta að
afneita því. (BS I, 140, 145, 147; II, 46, 89, 99; JÁ I, 35, 36; III, 9; Gráskinna I,
206; II, 78; ÓD I, 14.)
Loks er saga, sem ýmist er kennd við Brjánslæk eða Haga á Barðaströnd, um
hökul sem gerður var úr ábreiðu sem huldukona fleygði í reiði sinni inn í kirkju,
þegar barnsfaðir hennar vildi ekki gangast við barni þeirra svo það hlyti kristilega
skírn. Sá hökull var talinn búa yfir töframætti og er nú á Þjóðminjasafni Íslands.
(JÁ I, 86; III, 36; ÓD I, 89; SS III, 96; Gersemar, 50–51.)
Tungustapi
Einsog sjá má á þessu yfirliti þá er þrátt fyrir allt töluverð fjölbreytni innan þess
einfalda ramma sem ég nefndi í upphafi. Engin þessara sagna getur þó talist
umtalsvert listaverk, að einni undanskilinni. Það er að sjálfsögðu sagan Tungu
stapi sem hver smásagnahöfundur í heimi gæti verið fullsæmdur af. Hún er list
ræn meðal huldufólkssagna líkt og Djákninn á Myrká meðal draugasagna. Hún
virðist líka vera verk einstaks höfundar. Ég geng út frá því að allir þekki þessa
frægu sögu nokkurnveginn. (JÁ I, 32–35.)
Ég nefndi það áðan, að síra Þorleifur Jónsson í Hvammi hefði í sóknalýsingu
sinni árið 1839 getið lauslega um huldufólkstrú í Ásgarðsstapa, en ekki minnst á
Tungustapa. Nýlega kom á hinn bóginn út á íslensku bókin Íslenskar alþýðusögur
á okkar tímum sem þýski réttarsögufræðingurinn Konrad Maurer skráði á
ferð sinni um Ísland árið 1858 og kom út í Leipzig árið 1860. Hann fór um