Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 106
BREIÐFIRÐINGUR106
varla minnst á frostaveturinn nema svona: „Veturinn 1917–1918, þann mikla
frostavetur, tók aldrei fyrir jörð í Arn arbæli. Þar var alltaf nóg og góð jörð, bæði
í landi og í eyjum. En mikil voru frostin og ísalögin. 30 gráður C, var mest frost
í Arnarbæli, en aldrei lagði Hvammsfjarðarröst, en frostreykinn lagði úr henni
hátt á loft.“
Geir Sigurðsson, bóndi á Skerðingsstöðum í Hvammssveit, fæddur upp úr
aldamótunum síðustu, skrifaði bók undir lok æviferils. Þar er hvergi minnst á
frostaveturinn.
Svo mikið er víst að margur komst í gegnum þetta hræðilega ár fullveldisins til
manns og meira en það. Þannig var það til dæmis um foreldra fyrri konu minn
ar, þau Regínu Guðmundsdóttur og Benedikt Franklínsson, bæði fædd þetta
hörm ungarár, en létust í hárri heiðurselli á tíræðisaldri. Regína var fædd í mars
1918 í Flatey á Breiðafirði, Benedikt í Kollafirði í Strandasýslu. Ágúst Bjarnason
faðir seinni konu minnar var líka fæddur 1918 og var 76 ára er hann lést. Hann
var fyrsta barn foreldra sinna, pabbinn, sr. Bjarni Jónsson, var seinni hluta árs
ins alla daga að jarða þá og stumra yfir þeim sem létust í spænsku veikinni því
hann var prestur í Reykjavík. Ágúst var fæddur í apríllok og sex mánaða þegar
spænsk a veikin byrjaði að ráðast á þjóðina. En þessi þrjú sem fæddust 1918 skil
uðu myndarlegu dagsverki; þannig var árið ekki bara hörmungarár, heldur líka ár
nýs lífs. En andstæðurnar eru varla lýsanlegar: Annars vegar myrkur frostanna og
spænsku veikinnar, hins vegar birta fullveldisins.
En þessi pistill er skrifaður til þess að spyrja lesendur: Eigið þið myndir eða
minningar sem tengjast þessu ári? Væri fróðlegt að fá frá ykkur viðbrögð. s
Reykhólahreppur
Reykhólahreppur er 29. stærsta sveitarfélag landsins með um 280
íbúa. Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum.
Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og Þörungaverksmiðja er starfrækt
á Reykhólum.Hinn upphaflegi Reykhólahreppur náði frá Kambsfjalli
vest ur að Múlaá í Þorskafirði, en 4. júlí 1987 sameinuðust allir hreppar í
Austur-Barðastrandarsýslu undir nafni Reykhólahrepps. Hinir fjórir voru
Geiradalshreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur.
Þéttbýliskjarninn er Reykhólar. Þar er verslun, kirkja, hjúkrunarheimili
aldraðra sem heitir Barmahlíð.