Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 17
BREIÐFIRÐINGUR 17
sem söguritara eru kærar: föður og föðurbræður, og um leið sýnir hann okkur
hvernig Snorri vinnur: Með ofurefli má ýmsu koma fram og ekki er fráleitt að
nota sér flugumenn. En þess verður að gæta við hverja er að eiga og tengsl Odda
verja við Orkneyinga þekkti Snorri væntanlega vel úr uppvextinum.
Um tengslanetin á Sturlungaöld skrifaði Sverrir Jakobsson sagnfræðingur af
bragðsgóða og læsilega bók, Auðnaróðal, sem út kom hjá Sögufélagi 2016 og er
hér með mælt sérlega með.
Að Reykholti
Duttlungar örlaganna eru makalausir. Hvern skyldi hafa grunað þegar Þorbjörg
prestfrú í Reykholti (sem reyndar hét náttúrlega Reykjaholt á þeirri tíð) særði
HvammSturlu með hnífi og sagði maklegt að hann líktist þeim sem hann vildi
helst líkjast, Óðni, að sonur hans ætti eftir að verða voldugur og auðugur höfð
ingi í Reykholti og sá maður sem lengst hefur borið frægð þess staðar. Sturlu
segist svona frá:
Þá er Snorri bjó at Borg, bjó Magnús prestr í Reykjaholti. … En Magnúsi presti
eyddist fé, er hann tók at eldast, en synir hans þóttu ekki færir til staðarforráða.
Snorri Sturluson felldi mikinn hug
til staðarins ok fekk heimildir af …
þeim … er erfðum váru næstir, á stað
num. Síðan átti hann við Magnús prest,
at hann gæfi upp staðinn. Ok sömðu
þeir með því móti, at Snorri skyldi taka
við staðnum ok þeim hjónum ok koma
sonum þeira til þroska, þess er auðið
yrði. (Sturlunga I 1946, 241).
Vafalítið er það meðal annars lega
Reykholts sem verður til þess að Snorri
leggur hug á staðinn, en Sturlu verður
annað ofar í sinni:
Snorri Sturluson fór búi sínu í Reykjaholt eftir samning þeira Magnúss prests. Gerð
ist hann höfðingi mikill því at eigi skorti fé.
Frá Reykholti.