Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 35
BREIÐFIRÐINGUR 35
Riðu þeir þá suðr þannig, ok var Snorri inn kátasti, ok töluðu þeir í litlustofu Snorri
ok Órækja ok Sturla, en Tumi skenkti þeim. Þar var bjórr kominn heim frá skip
inu. Snorri sagði frá skiptum þeirra sona Hallveigar. Hann hafði þar ok bréf, er
Oddur Sveinbjarnarson hafði sent honum af
Álftanesi. Var þar á stafkarlaletr, ok fengu þeir
eigi lesit, en svá þótti þeim sem vörun nökkur
myndi á vera. Snorri kveðst illa trúa Sunn
lendingum, „en þó mun ek suðr fara fyrst ok
skipa til búa minna,“ sagði hann, „ok fara þá
vestr ok vera þá hríðum á Hólum, en stun
dum í Saurbæ.“
Margt var þar talat, ok riðu þeir allir samt
inn í Hjarðarholt. En þaðan reið Snorri suðr,
en þeir vestr. (Sturlunga I 1946, 453).
Hér var Sturla viðstaddur og sætti sig við
að skilja ekki orðsendingu Odds djákna.
Þetta gerðist skömmu fyrir aftöku Snorra og
verður frásögn Sturlu af henni ekki rakin hér né heldur þátttaka Sturlu í frem
ur fátæklegum hefndaraðgerðum. Um myndina sem Sturla gefur af Snorra í
Hákonar sögu hef ég skrifað ofurlítið í bók minni „Bók þessi heitir Edda“ og að
Alþingi gaf út ritsafn Snorra Sturlu-
sonar. Verður ritsafn Sturlu Þórðar-
sonar gefið út á sama hátt?
Sturluhátíð verður haldin í félagsheimilinu Tjarnarlundi, í sumar, 29. júlí. Þar verður meðal
annars sagt frá fornminjaskráningu á Staðarhóli og nýrri útgáfu Fornritafélagsins af
Sturlungu. Við Tjarnarlund og kirkjuna eru minnisvarðar um þrjú skáld sem einhvern tíma á
ævinni voru í Saurbænum, það eru Sturla Þórðarson, Stefán frá Hvítadal og Steinn Stein-
arr. Ljósmynd: Haukur Már Haraldsson.