Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 25
BREIÐFIRÐINGUR 25
Eins og sagði er greinilegt að Snorri er eini eða a.m.k. aðalheimildarmaður
um Noregsheimsókn hans. Páll Sæmundarson (Jónssonar Loftssonar) fórst á sjó
við Noregsstrendur og Sæmundur faðir hans kenndi Björgvinjarmönnum um
og lagði þungar fjársektir á norska kaupmenn í Vestmannaeyjum, en þeir vógu
til hefnda Orm bróður Sæmundar og Jón, son Orms. (Sjá Sturlungu I 1946,
269–271). Með þessu hófst hatramur fjandskapur Oddaverja og Norðmanna,
sem þá höfðu m.a. í flimtingum að Oddaverjar myndu stefna að valdatöku í
Noregi, konungbornir menn! Það var þess vegna ekki að undra þótt uppeldis
sonur úr Odda sýndi norskum valdsmönnum undirgefni, og þægi að launum
virðuleg embætti, fyrst skutilsveinn konungs og jarls og síðan lendur maður, sem
eiginlega ætti að merkja að hann hefði þegið Ísland að léni frá Noregskonungi.
Þannig skilja líka Oddaverjar það, en Snorri skýrir gerðir sínar svo að hann hafi í
raun komið í veg fyrir að gerð yrði árás á Ísland en sannfært yfirvöld í Noregi um
að hann ætti auðvelt með að fá Íslendinga með góðu til að snúast til hlýðni við
Noregshöfðingja. Það lofar hann líka að gera og Sturla segir svo frá: „Snorri skyldi
senda útan Jón, son sinn, ok skyldi hann vera í gíslingu með jarli, at þat endist,
sem mælt var.“ (Sbr. Sturlunga I 1946, 271–272 og 277–278). Þarna sýnist því
ekki vera á ferli neitt baktjaldamakk heldur vera alveg ljóst hvað Snorri á að gera
og hverju hann hefur lofað.
Hver vegur að heiman er vegur heim
Þótt Sturla víki sér með miklum glæsibrag hjá því að hafa nokkra skoðun á
hegðun frænda síns í Noregi segir hann talsvert frá heimkomunni og móttökun
um og nú er freistandi að taka langa tilvitnun:
Snorri varð heldr síðbúinn ok fekk harða útivist, lét tré sitt [siglutréð] fyrir Aust
fjörðum ok tók Vestmannaeyjar. Jarlinn hafði gefit honum skipit, þat er hann fór
á, ok fimmtán stórgjafir. Snorri hafði ort um jarl tvau kvæði. Alhend váru klofastef
í drápunni:
Harðmúlaðr vas Skúli Hinn örláti Skúli
rambliks framast miklu (harðvítugur við gullið) var skapaður
gnaphjarls skapaðr jarla. miklu fremri en aðrir jarlar.
En er Snorri kom í Vestmannaeyjar, þá spurðist brátt inn á land útkváma hans ok