Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 41
BREIÐFIRÐINGUR 41
að Sturlu Þórðarsyni, án árangurs, og drepa Helga keis í dyrunum (Sturlunga
saga II, bls. 207208). Í þessu síðastnefnda atriði eykst spennan þar sem Sturla
og fylgdarmenn hans eru ekki lengra í burtu á meðan heimsókninni stendur
en í hlíðinni upp frá Bjarnarstöðum, gegnt Staðarhóli. Á einum stað er getið
um barnsfæðingu á Staðarhóli, (í Íslendinga sögu, kafla 91), þegar dóttir þeirra
Odds Álasonar og Þórdísar Snorradóttur fæðist árið 1233: „Þórdís fór ok vestr
í fjörðu, ok er hon kom í Saurbæ, fæddi hon þar barn á Staðarhóli“ (Sturlunga
saga I, bls. 363). Eiðar eru svarnir, aðilar sættast og gera upp deilur (sjá, t.d., Árna
sögu biskups 138. kafla, ÍF XVII, bls. 194; einnig Íslendinga sögu 158. kafla,
Sturlunga saga I, bls. 472). Gestir koma og fara og meðal þeirra er Guðmund
ur Arason inn góði biskup árið 1227, eins og er sagt frá í 62. kafla Íslendinga
sögu (Sturlunga saga I, bls. 317) og Hallur Gizurarson og Ingibjörg Sturludóttir
sem ríða vestr á Staðarhól árið 1253, eins og er sagt frá í 167. kafla Íslendinga
sögu: „Var þar þá drukkit fast. Hallr var þar nær viku ok reið síðan heim norðr
á Flugumýri“ (Sturlunga saga I, bls. 480). En í sögunum er stundum einnig lýst
atriðum úr daglegu lífi. Dagverður er borðaður á Staðarhóli árið 1232 þegar Þor
valdssynir stoppa þar á leiðinni í Hjarðarholt (sbr. 84. kafla Íslendinga sögu):
„Þorvaldssynir fóru vestan á langaföstu ok átu dagverð á Staðarhóli sunnudag inn
næsta eftir sæludagaviku ok riðu um kveldit í Hjarðarholt“ (Sturlunga saga I, bls.
348) og í 40. kafla Þorgils sögu skarða er það nefnt að stofan er gerð upp af Sturlu
Þórðarsyni (Sturlunga saga II, bls. 166).
Svo fáum við hugmynd um staðsetningu bæjarins í landslagi og hvað sést
hvaðan þ.e.a.s. mismunandi sjónarhorn með því að taka saman upplýsingar
héðan og þaðan um ferðir sagnapersóna sem fara um svæðið. Staðir eru í stöðugu
samspili út af ættfræði og hreyfingu fólks á milli þeirra, sem er mikilvægt þema í
fornsögum almennt. Hreyfing fólks á milli staða gerir að verkum að það myndast
landfræðilegt tengslanet sem er lykilatriði þegar reynt er að túlka atburði og skilja
betur staðhætti sagnanna. Gott dæmi um þetta er að finna í 63. kafla Þorgils sögu
skarða (sem nefnt var að ofan) þegar Sturla og fylgdarmenn hans eru í hlíðinni
upp frá Bjarnarstöðum meðan Hrafn og Ásgrímur ráðast inn í bæinn. „Hann
[Sturla] hafði riðit heiman um kveldit ok fylgdarmenn hans með honum, ok lágu
þeir í hlíðinni upp frá Bjarnarstöðum, því at ófriðligt var sagt af Hrafni ... En
um miðs morgins skeið þá sjá þeir menn mjök marga ríða ofan frá Þverfelli um
eyrarnar. Hleypti þá hverr yfir annan fram, en sólin skein á vápnin. Var þar Hrafn
ok Ásgrímr. Léttu eigi, fyrr en þeir kómu á Staðarhól. Höfðu þeir hleypiflokk