Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 41

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 41
BREIÐFIRÐINGUR 41 að Sturlu Þórðarsyni, án árangurs, og drepa Helga keis í dyrunum (Sturlunga saga II, bls. 207­208). Í þessu síðastnefnda atriði eykst spennan þar sem Sturla og fylgdarmenn hans eru ekki lengra í burtu á meðan heimsókninni stendur en í hlíðinni upp frá Bjarnarstöðum, gegnt Staðarhóli. Á einum stað er getið um barnsfæðingu á Staðarhóli, (í Íslendinga sögu, kafla 91), þegar dóttir þeirra Odds Álasonar og Þórdísar Snorradóttur fæðist árið 1233: „Þórdís fór ok vestr í fjörðu, ok er hon kom í Saurbæ, fæddi hon þar barn á Staðarhóli“ (Sturlunga saga I, bls. 363). Eiðar eru svarnir, aðilar sættast og gera upp deilur (sjá, t.d., Árna sögu biskups 138. kafla, ÍF XVII, bls. 194; einnig Íslendinga sögu 158. kafla, Sturlunga saga I, bls. 472). Gestir koma og fara og meðal þeirra er Guðmund­ ur Arason inn góði biskup árið 1227, eins og er sagt frá í 62. kafla Íslendinga sögu (Sturlunga saga I, bls. 317) og Hallur Gizurarson og Ingibjörg Sturludóttir sem ríða vestr á Staðarhól árið 1253, eins og er sagt frá í 167. kafla Íslendinga sögu: „Var þar þá drukkit fast. Hallr var þar nær viku ok reið síðan heim norðr á Flugumýri“ (Sturlunga saga I, bls. 480). En í sögunum er stundum einnig lýst atriðum úr daglegu lífi. Dagverður er borðaður á Staðarhóli árið 1232 þegar Þor­ valdssynir stoppa þar á leiðinni í Hjarðarholt (sbr. 84. kafla Íslendinga sögu): „Þorvaldssynir fóru vestan á langaföstu ok átu dagverð á Staðarhóli sunnudag inn næsta eftir sæludagaviku ok riðu um kveldit í Hjarðarholt“ (Sturlunga saga I, bls. 348) og í 40. kafla Þorgils sögu skarða er það nefnt að stofan er gerð upp af Sturlu Þórðarsyni (Sturlunga saga II, bls. 166). Svo fáum við hugmynd um staðsetningu bæjarins í landslagi og hvað sést hvaðan ­­ þ.e.a.s. mismunandi sjónarhorn ­­ með því að taka saman upplýsingar héðan og þaðan um ferðir sagnapersóna sem fara um svæðið. Staðir eru í stöðugu samspili út af ættfræði og hreyfingu fólks á milli þeirra, sem er mikilvægt þema í fornsögum almennt. Hreyfing fólks á milli staða gerir að verkum að það myndast landfræðilegt tengslanet sem er lykilatriði þegar reynt er að túlka atburði og skilja betur staðhætti sagnanna. Gott dæmi um þetta er að finna í 63. kafla Þorgils sögu skarða (sem nefnt var að ofan) þegar Sturla og fylgdarmenn hans eru í hlíðinni upp frá Bjarnarstöðum meðan Hrafn og Ásgrímur ráðast inn í bæinn. „Hann [Sturla] hafði riðit heiman um kveldit ok fylgdarmenn hans með honum, ok lágu þeir í hlíðinni upp frá Bjarnarstöðum, því at ófriðligt var sagt af Hrafni ... En um miðs morgins skeið þá sjá þeir menn mjök marga ríða ofan frá Þverfelli um eyrarnar. Hleypti þá hverr yfir annan fram, en sólin skein á vápnin. Var þar Hrafn ok Ásgrímr. Léttu eigi, fyrr en þeir kómu á Staðarhól. Höfðu þeir hleypiflokk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.