Breiðfirðingur - 01.05.2018, Qupperneq 109
BREIÐFIRÐINGUR 109
aðist 25. júní 1917. Eiginmaður Guðrúnar var Hjörtur Guðjónsson, fæddur
17. mars 1899, látinn 22. ágúst 1989. Hann var trésmiður og bóndi. Þau bjuggu
allan sinn búskap á Fossi nema tvö ár 1941 til 1943 sem þau bjuggu í Tjaldanesi.
Þau reistu nýbýlið að Fossi í landi InnriFagradals þar sem bjó með sínu fólki
Þórólfur bróðir Hjart ar.
Börn Guðrúnar og Hjartar: Lára Ingiborg, Guðmundur Víkingur, Jón Ólafur,
Steingrímur og Kristín.
Systkini Guðrúnar voru:
Ásthildur Kristín. Eiginmaður hennar var Sigurður Lárusson, hann var raf
virkjameistari. Þau bjuggu lengst í Tjaldanesi. Þau áttu fjögur börn; eitt þeirra er
Kristjón, einn af forystumönnum Breiðfirðingafélagsins.
Ketilbjörn, bílstjóri, lengi í Tjaldanesi.
Lárus Óli Kristinn, jarðýtustjóri og pípulagningamaður.
Fallinn er mikill höfðingi; í viðtali við Skessuhorn lagði hún áherslu á nægju
semi sem sinn höfuðkost. Það er hætt við að það sé eitthvað annað en sá kostur
sem talinn verður einkenna nútímann í þessu landi. En Breiðfirðingur þakkar
Gunnu á Fossi samfylgdina. s
Snæfellsjökull er miðja bæjarfélags
Snæfellsbær hefur heimasíðuna snb.is. Þar eru fínar upplýsingar um
bæjarfélagið. Snæfellsbær er sveitarfélag á utanverðu Snæfellsnesi og
því syðst af sveitarfélögunum átta í Breiðfirðing. Það var stofnað 11.
júní 1994 með sameiningu Ólafsvíkurkaupstaðar, Neshrepps utan Enn-
is, Breiðuvíkurhrepps og Staðarsveitar. Bæjarmörk Snæfellsbæjar eru
annars vegar í Staðarsveit, rétt vestan við Vegamót og hins vegar að
norðan í Búlandshöfða. Bæjarfélagið er um 680 ferkílómetrar að stærð
og íbúar þess eru rúmlega 1650 talsins. Flestir búa í þéttbýliskjörn-
unum Ólafsvík, Rifi og Hellissandi, en aðrir íbúar eru dreifðir um sveitir
þess, Fróðárhrepp, Breiðuvík og Staðarsveit, eða minni þéttbýliskjarna
á Helln um og Arnarstapa. Í bæjarfélaginu eru því víðáttumikil óbyggð
svæði þar sem auðvelt er að komast í snertingu við óspillta náttúru.
Hringveg ur er um Snæfellsbæ og ef komið er akandi frá Reykjavík eftir
vegi 54 er við Fróðárheiði hægt að velja að aka yfir heiðina og norður fyrir
og þaðan hring um jökulinn eða að aka um Útnesveg eftir vegi 574 í hring
norðurfyrir. Snæfellsjökull er því nokkurs konar miðja í bæjarfélaginu sem
sést víða að.