Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 95

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 95
BREIÐFIRÐINGUR 95 mánuðina þar á undan. Í þriðju og síðustu gegnumbrotsorrustunni, sem kennd er við Fleurs­Courcelette, voru Kanadamenn fremstir í flokki og margir Íslendingar þar á meðal. Orrustan við Fleurs­Courcelette markaði ákveðin tímamót í landhernaði og hefur komist í sögubækur fyrir það að þar voru skriðdrekar notaðir í fyrsta skipti. Þann 15. september 1916, klukkan 20 mínútur yfir 6 um morguninn, réðst 2. kanadíski hersafnaðurinn (2 Division) fram meðfram veginum á milli Albert og Bapaume í Frakklandi og var það hluti af stórárás bresku herjanna sem kennd hefur verið við bæina Fleurs og Courcelette. 6. og 4. herfylkin réðust fram í átt að Courcelette, studd af þremur skriðdrekum og var það í fyrsta sinni sem þetta nýja vígtól skriðdrekinn tók þátt í orrustu. 28. herfylkið (28th battalion) sem taldist hluti af 6. stórfylki (6th Brigade „The iron sixth“) sótti fram lengst til vinstri, sunnan við Albert/Bapaume­veginn, með 27. herfylkið á hægri hönd og með 5. Kanadíska riddaraliðið (5th Canadian Mounted Rifles) til varnar á vinstri hönd. 28. fylki var fyrirskipað að ráðast á og hertaka hluta af svonefndri „Sugar trench“ skotgröf og hafði til þess tvo skriðdreka, en sá hinn þriðji af skriðdrekunum studdi 27. fylkið. Skriðdrekarnir tveir, sem höfðu dulnefnin „Champagne“ og „Cognac“, héldu fram meðfram Bapaume­veginum þar til þeir festu sig í nágrenni við „sugar trench“ skotgröfina. Þriðja skriðdrekanum, sem fylgdi 27. fylki og bar dulnefnið „Cordon rouge“, gekk betur. Hann komst alla leið að sykurverksmiðjunni sem skotgrafirnar tóku nafn sitt af en sneri síðan við og hreinsaði upp skotbyrgi Þjóðverja meðfram veginum. Það tók 28. og 27. herdeildirnar ekki nema 15 mínútur að brjótast í gegnum víglínuna og var aðgerðin talin hafa heppnast í alla staði. Eftir daginn lágu í valnum ýmist fallnir eða særðir 302 hermenn úr 28. herfylki, 11 liðsforingjar og 291 óbreyttur hermaður. Einn hinna óbreyttu hermanna sem særðist þennan dag var Hallgrímur Valgeir Sigurðsson. Í áhlaupinu á „Sugar Trench“ skotgrafirnar lenti 28. fylkið í hvað mestri mótspyrnu, með gríðarlegu sprengjuregni og vélbyssuskothríð. Samkvæmt skýrslum Kanadíska hersins lenti Hallgrímur að öllum líkindum í höggbylgju frá stórri sprengju, sem olli því að hann kastaðist í loft upp og slasaðist í baki og á hálsi. Þá er hann einnig greindur með „sprengju sjokk“, sem var ansi víðtæk greining yfir ýmis andleg áföll sem fylgdu álaginu á vígvellinum. Flutningar særðra af vígvellinum voru geipivel skipulagðir og einungis þremur dögum síðar er Hallgrímur kominn á sjúkrahús í Liverpool á Englandi. Frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.