Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 69
BREIÐFIRÐINGUR 69
Hvoli í Saurbæ og þar fann líka vinnukona brók af huldubarni í þvotti, sem
hún hafði breitt á klettinn. Á bænum Brekku fékk bóndi grákollóttan og blóð
markaðan lambhrút að launum fyrir að hjálpa huldukonu í barnsnauð, en
hann þorði ekki annað en tilkynna hreppstjóra af ótta við að verða vændur um
sauðaþjófnað. (Gráskinna I, 269; BS III, 86; JÁ VI, 32.)
Á Staðarhóli fannst hringur að morgni nýársdags eftir álfareið kvöldið áður
og var hann lengi á kirkjuhurðinni. Byggð huldufólksins var þó einkum tengd
selstöðunni fram á Traðardal og þangað fór Ragnheiður dóttir Staðarhóls
Páls, móðir Brynjólfs biskups, til að ala launbarn í álfhól, meðan hún var enn
heimasæta á Staðarhóli. (JÁ I, 76; III, 168; ÓD I, 78; MG, 239.)
Barðastrandarsýslur
Í Geiradal kvað huldumaður sorgaróðinn, Man ég menjalundinn, til ástkonu
sinnar. Á nesinu milli Króksfjarðar og Berufjarðar er klettur mikill, sem ýmist
var kallaður Snasi, Bjartmarssteinn eða Pjattasteinn. Þar segir síra Guðmundur
Einarsson að verið hafi kauptorg huldufólks og það hafa fleiri tekið undir.
Huldukaupför sáust liggja við steininn og menn við skriftir inni í honum. Annar
nafnkenndur kaupstaður huldufólks var í Skjaldmeyjareyjum í útsuður frá
Hergilsey. (JÞ, 13, 203; ÓD I, 15, 18; JÁ III, 5.)
„Á nesinu milli Króksfjarðar og Berufjarðar er klettur mikill, sem ýmist var kall aður Snasi,
Bjartmarssteinn eða Pjattasteinn. Þar segir síra Guðmundur Ein arsson að verið hafi
kauptorg huldufólks og það hafa fleiri tekið undir. Huldu kaupför sáust liggja við steininn
og menn við skriftir inni í honum.“ Mynd ina tók Haukur Már Haraldsson frá Börmum
norðan við Berufjörð vestri.