Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 26
BREIÐFIRÐINGUR26
svá með hverjum sæmðum hann var út kominn. Ýfðust Sunnlendingar þá mjök við
honum ok mest tengðamenn Orms Jónssonar. Þótti þeim sem hann myndi vera
settr til af Norðmönnum at standa á móti, svá at þeir mætti engu eftirmáli fram
koma um víg Orms. Var mest fyrir því Björn Þorvaldsson, er þá bjó á Breiðabólstað
ok þótti vænn til höfðingja. Sunnlendingar drógu spott mikit at kvæðum þeim er
Snorri hafði ort um jarlinn, ok sneru afleiðis. Þóroddr í Selvági keypti geldingi at
manni, at þetta orti:
Oss lízk illr at kyssa
jarl, sás ræðr fyr hjarli, hjarl = land; harri = herra, höfðingi
vörr er hvöss á harra,
harðmúlaðr es Skúli.
Hefr fyr horska jöfra Aldrei hefur vöskum mönnum
hrægamms komit sævar, verið boðið upp á meiri
– þjóð finnr löst á ljóðum – , arnarleir (leir gat verið
leir aldrigi meira. hvorugkynsorð).
Snorri gisti í Skálaholti, er hann fór frá skipi, ok þeir tólf saman, höfðu meir en tylft
skjalda ok alla mjök vandaða ok létu allvænt yfir sér.
Þá kom þar Björn Þorvaldsson með fylgðarmenn sína, ok váru þeir allgemsmiklir
Steingrímr Skinngrýluson ok aðrir þeir, er fóru með honum. Ok kom svá at Björn
gekk í berhögg við Snorra ok spurði, hvárt hann ætlaði at sitja fyrir sæmðum þeira
um eftirmál Orms. En Snorri dulði þess. Björn lét sér þat eigi skiljast, ok helt þar
við heitan.
Magnús biskup átti hlut at með þeim, en þó skilðu þeir heldr stuttliga. Snorri fór
heim í Reykjaholt ok var þar um vetrinn. (Sturlunga I 1946, 278–279).
Þessi heimkomusaga er hlaðin fróðleik ef vel er að gáð. „Vara siglt til lítils,“ það
var ekki lítið gagn að siglingunni kvað Snorri í 27. vísu Háttatals um þá ferð sem
hér var að ljúka. Þess eru vissulega dæmi úr hetjusögum að mönnum hafi verið
gefið skip, en þá jafnan að launum fyrir eitthvert afrek. Það er sannast að segja
von að menn spyrji heimafyrir hvað konungur hafi verið að launa með skipinu,
ekki síst ef það er skoðað í samhengi við þá gíslingu sem Jón murti skyldi sendur
í. Að sínu leyti er það einkennilega orðalag um „fimmtán stórgjafir“ sótt beint í
Háttatal þar sem sagði í 95. erindi: