Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 14
BREIÐFIRÐINGUR14
Þetta verður enn einkennilegra þegar Snorri felur eyðsluklónni móður sinni
að veita búinu í Reykholti forstöðu þegar hann fer til Noregs tæpum tveimur
áratugum seinna, og þá hefur hún líklega með sér stráklinginn Sturlu Þórðarson,
sem hún fóstrar.
Líklega hafa búskaparár Snorra og Herdísar að Odda orðið þrjú eða fjögur
og þar blandast Snorri að því við vitum fyrst í þingadeilur þegar þeir Sæmundur
fóstbróðir hans standa í deilum við Sigurð Ormsson sem hefur sér til liðs Sighvat
Sturluson og Kolbein Tumason. Það verður lýsandi dæmi um árekstrana sem
orðið geta milli fósturfjölskyldu og ættar að Snorri á þarna í raun í deilu með
fóstbróður sínum, Sæmundi, gegn bróður sínum, Sighvati. Það er líka góð forspá
um framhaldið að það er liðsmunur sem úrslitum ræður, þegar þeir Sæmundur
hafa að því er virðist 840 liðsmenn en Sigurður um 220 og býst til varnar uppi á
Pétursey, en Páll biskup, hálfbróðir Sæmundar, og Þorvaldur Gissurarson (faðir
Gissurar síðar jarls og Bjarnar, eiginmanns Hallveigar Ormsdóttur, síðar sam
býliskonu Snorra) skerst í leikinn og að lyktum er Páli biskupi falið að gera um
málið á þingi. Lokaorð Sturlu eru:
Fara þeir nú til þings hvárir tveggja, ok lauk biskup þar gerðum upp við ráð inna
beztu manna. Gerir hann eignir allar til handa Sæmundi, en stillir svá gerðum,
at hvárir tveggja máttu vel við una, en Sæmundr hafði virðing af málum þessum.
Kolbeini Tumasyni líkaði illa þessar málalyktir, en Sig hvati verr.“ (Sturlunga I 1946,
238).
Sturla minnist sem sagt ekki á Snorra að málalokunum, en okkur skilst að nú er
hugsanlega ills von, því Kolbeini líkaði illa, en Sighvati verr!
Árin á Borg
Þegar Borg losnar og Bersi deyr hefur Sturla snoturt lag á að undirbúa átökin:
Bersi prestr inn auðgi andaðist á því ári sem Brandr biskup. Tók Snorri Sturluson arf
eftir hann. Réðst hann þá til Borgar ok bjó þar nökkura vetr.
Þá bjó Þórðr Böðvarsson, móðurbróðir hans í Görðum, ok átti hann þingmenn
um Akranes ok marga upp um herað. Honum þótti Þórðr Sturluson, systursonr
sinn, leggja þingmenn undir sik, þá er honum voru næstir. Gaf hann þá Snorra