Breiðfirðingur - 01.05.2018, Qupperneq 8
BREIÐFIRÐINGUR8
gera. Þá ætti Breiðfirðingafélagið að setja sér það markmið að tvöfalda áskrifenda
fjöldann að þessari bók, Breiðfirðingi, sem kostar bara 2000 krónur. Ég heiti á
félagið og velunnara ritsins að taka til hendinni. Nú er tækifærið meðan ritið er
jafnmyndarlegt og það hefur verið undanfarin ár og er í ár.
Allt efni í sjálfboðavinnu
Allt efni ritsins er unnið í sjálfboðavinnu. Höfundunum þakka ég hér sérstak
lega. Þar nefni ég fyrst Heimi Pálsson, fyrrverandi háskólakennara í íslensku
við háskólann í Uppsölum og mikilvirkan fræðimann í íslenskum fræðum og
bókmenntum. Árni Björnsson, fræðaþulur og þjóðháttafræðingur frá Þor
bergsstöðum í Dölum, skrifar um huldufólk. Fleiri fræðimenn íslenskra fræða
en Heimir og Árni koma við sögu í þessu riti, ekki með beinum skrifum heldur
með því að leyfa okkur að birta efni eftir forfeður sína. Annar er Vésteinn Ólason,
fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Hann leyfir okkur að
birta bréf afa síns til Torfa í Ólafsdal. Stórfróðlegar línur. Þá birtum við merkilega
frásögn um róðra frá Hellissandi 1918 eftir Pétur Ólafsson, lengst bónda í Stóru
Tungu á Fellsströnd. Það var sonur Péturs, Einar Gunnar Pétursson, fræðimaður
og doktor í Jóni lærða, sem útvegaði Breiðfirðingi þessa fróðlegu frásögn. Haukur
Jóhannesson jarðfræðingur skrifar um jarðhita í Snæfellsnes og Hnappadals sýslu.
Hann skrifaði í fyrra um jarðhita í VesturBarðastrandarsýslu. Vonandi fáum við
greinar frá honum um jarðhita innar í firðinum í næsta hefti. Ægir Jóhannsson
skrifar um VesturÍslending sem hann fann eftir mikla rannsóknarvinnu. Stór
skemmtileg grein. Þá skrifar Kristbjörn Árnason um foreldra sína, alþýðufólk við
Breiðafjörð; holl upprifjun.
Sturla á Staðarhóli
Loksins er eitthvað að gerast á Staðarhóli. Í áratugi hefur blasað við öllum hryggð
armyndin ein frá því að jörðin fór í eyði. Núverandi eigendur eru áhugasamir um
endurreisn staðarins. Sturlunefnd, sem sagt er frá í riti þessu, hefur sett af stað
fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem sagnaritarinn mikli Sturla Þórðarson
bjó. Það eru ungar og öflugar vísindakonur sem hafa annast fornminjaskrán
inguna og munu ljúka úrvinnslu á þessu ári. Þær eru Birna Lárusdóttir, Emily
Lethbridge, Elín Hreiðarsdóttir og Guðrún Alda Gísladóttir. Í grein í Breiðfirð
ingi segja þær frá því verki sem þegar er unnið. Þá kemur fram í Breiðfirðingi að