Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 8

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 8
BREIÐFIRÐINGUR8 gera. Þá ætti Breiðfirðingafélagið að setja sér það markmið að tvöfalda áskrifenda­ fjöldann að þessari bók, Breiðfirðingi, sem kostar bara 2000 krónur. Ég heiti á félagið og velunnara ritsins að taka til hendinni. Nú er tækifærið meðan ritið er jafnmyndarlegt og það hefur verið undanfarin ár og er í ár. Allt efni í sjálfboðavinnu Allt efni ritsins er unnið í sjálfboðavinnu. Höfundunum þakka ég hér sérstak­ lega. Þar nefni ég fyrst Heimi Pálsson, fyrrverandi háskólakennara í íslensku við háskólann í Uppsölum og mikilvirkan fræðimann í íslenskum fræðum og bókmenntum. Árni Björnsson, fræðaþulur og þjóðháttafræðingur frá Þor­ bergsstöðum í Dölum, skrifar um huldufólk. Fleiri fræðimenn íslenskra fræða en Heimir og Árni koma við sögu í þessu riti, ekki með beinum skrifum heldur með því að leyfa okkur að birta efni eftir forfeður sína. Annar er Vésteinn Ólason, fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Hann leyfir okkur að birta bréf afa síns til Torfa í Ólafsdal. Stórfróðlegar línur. Þá birtum við merkilega frásögn um róðra frá Hellissandi 1918 eftir Pétur Ólafsson, lengst bónda í Stóru­ Tungu á Fellsströnd. Það var sonur Péturs, Einar Gunnar Pétursson, fræðimaður og doktor í Jóni lærða, sem útvegaði Breiðfirðingi þessa fróðlegu frásögn. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur skrifar um jarðhita í Snæfellsnes­ og Hnappadals sýslu. Hann skrifaði í fyrra um jarðhita í Vestur­Barðastrandarsýslu. Vonandi fáum við greinar frá honum um jarðhita innar í firðinum í næsta hefti. Ægir Jóhannsson skrifar um Vestur­Íslending sem hann fann eftir mikla rannsóknarvinnu. Stór­ skemmtileg grein. Þá skrifar Kristbjörn Árnason um foreldra sína, alþýðufólk við Breiðafjörð; holl upprifjun. Sturla á Staðarhóli Loksins er eitthvað að gerast á Staðarhóli. Í áratugi hefur blasað við öllum hryggð­ armyndin ein frá því að jörðin fór í eyði. Núverandi eigendur eru áhugasamir um endurreisn staðarins. Sturlunefnd, sem sagt er frá í riti þessu, hefur sett af stað fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem sagnaritarinn mikli Sturla Þórðarson bjó. Það eru ungar og öflugar vísindakonur sem hafa annast fornminjaskrán­ inguna og munu ljúka úrvinnslu á þessu ári. Þær eru Birna Lárusdóttir, Emily Lethbridge, Elín Hreiðarsdóttir og Guðrún Alda Gísladóttir. Í grein í Breiðfirð­ ingi segja þær frá því verki sem þegar er unnið. Þá kemur fram í Breiðfirðingi að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.