Breiðfirðingur - 01.05.2018, Qupperneq 27
BREIÐFIRÐINGUR 27
Munða ek mildingi, Ég mundi hinum örláta manni fimmtán
þá er Mœra hilmi stórgjafir þá er eg flutti drottni
fluttak fjögur kvæði, Mærafylkjanna fjögur kvæði.
fimmtán stórgjafar.
Það var kannski fullmikið sagt þegar Skúli jarl var kallaður hilmir Mæra, en
í Mærafylkjunum átti hann þó einna vísast fylgi, að manni skilst. Tvö kvæði
hafði Snorri flutt honum í Noregi og þegar svona langt var komið Háttatali átti
Skúli líka svikalaust tvö kvæði þar. Annað Noregskvæðanna var greinilega drápa,
þ.e.a.s. kvæði með stefjum og skipt í bálka, en í stað þess að vitna í kvæðið að öðru
leyti heldur Sturla til haga stefinu einu, sem í þetta skiptið er klofastef, en það
er talsverð bragþraut. Klofastef er þannig vaxið að tvær eða þrjár braglínur eiga
efnislega sérstöðu en standa ekki saman í kvæðinu. Snorri bregður því t.d. fyrir
sig í 68. til 70. erindi Háttatals þar sem stefið er „Fremstr varð Skúli / skjöldunga
ungr“ og fyrri línan er fyrsta lína 68. vísu en hin síðari seinasta lína 70. vísu!
Þesskonar klofastef má reyndar vel vera stæling á klofastefi í Knútsdrápu Sighvats
Þórðarsonar, „Knútr var und himnum / höfuðfremstr jöfurr“ (Skj A I, 248–251).
Hins vegar finn ég enga hliðstæðu við klofastefið úr Skúladrápu og síst af öllu
„alhent“ eins og Sturla kallar það, en það hnígur að því að aðalhendingar eru
í öllum braglínunum og ættu þær því að vera önnur, fjórða, sjötta eða áttunda
braglína í dróttkvæðri vísu en engin þeirra upphafslína eins og er í Háttatali og
Knútsdrápu. Þetta bendir ótvírætt til að Snorri hafi í Skúladrápu ekki síður en
í Háttatali lagt mikið upp úr að sýna bragfimi. Klofastefið má taka svona sa
man: „Skúli, harðmúlaðr gnaphjarls rambliks, vas skapaðr miklu framarst jarla“
og merkir þá harðmúlaðr gnaphjarls rambliks‚ harðdrægur við gullið, örlátur‘
samkvæmt tillögu útgefenda (Sturlunga I 1946, 590).
En það er ekki bragfimin sem vekur athygli landa Snorra heldur óheppileg
braglína „harðmúlaðr var Skúli“ og Sturla segir þeir hafi „snúið afleiðis“. Það
ligg ur við að maður finni í hvaða rímnauð Snorri var staddur: Það eru hreint
ekki mörg orð í íslensku sem ríma við Skúli! Ekkert er vitað um Þórodd þann í
Selvogi sem mútaði hagyrðingi (sem enn færra er vitað um, því hann er nafnlaus)
með sauðarkrofi og fékk vísuna sem Sturla sér ástæðu til að vitna í. Fyrri helming
ur vísunnar er alls ekki ófyndinn útúrsnúningur úr stefi Snorra en seinni part
urinn er að sínu leyti ófrumlegur því hann er unninn upp úr vísu sem Þórarinn
stuttfeld ur hafði ort um Árna fjöruskeif tæpri öld áður. Þar er einmitt talað um