Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 92
BREIÐFIRÐINGUR92
þriðja barn þeirra hjóna. Eldri systkin hans, Björg Sigurrós Sigurðardóttir (1885–
1885) og Ingimar Sigurðsson 1886–1889), voru bæði látin þegar hann fæddist.
Veturinn 1889–1890 réð Sigurður sig í skipspláss á Ísafirði, en Jóna fór í vist til
bróður hans, Jóns Gíslasonar í Túngarði á Fellsströnd í Dalasýslu. Næsti bær við
Túngarð er stórbýlið Staðarfell og einhverra hluta vegna skipuðust mál þannig
að bóndinn þar, Hallgrímur Jónsson, Dannebrogsmaður úr Gvendareyjum
á Breiðafirði, og kona hans Valgerður Jónsdóttir, frá Hallsteinsnesi, tóku Jónu
undir sinn verndarvæng og var hún þar í góðu yfirlæti um veturinn.
Þau Jóna og Sigurður hófu búskap á Eiði í Eyrarsveit vorið 1890. Skömmu
eftir að þau hófu búskap varð Sigurði það á að gera barn vinnukonu þeirra hjóna,
Sigurlínu Rósborgu Friðriksdóttur. Þann 15. janúar fæddist þeim Sigurði og
Sigurlínu sonurinn Sigurjón Markús Sigurðsson (Marcus Gillis 1891–1970).
Árið þar á eftir fæddist þeim Jónu og Sigurði síðan drengur sá er er þessi skrif fjalla
um og hlaut hann nafnið Hallgrímur Valgeir í höfuðið á Staðarfellshjónunum,
þeim Hallgrími og Valgerði. Ekki var Sigurður búinn að fá nóg af vinnukonunni.
Árið 1893 fæddist þeim annar sonur, Sigurður Sigurðarson (Sam Gillis). Þetta
hefur af augljósum ástæðum reynt mjög á hjónaband og sambúð þeirra Jónu og
Sigurðar. Árið 1895 eru þau enn skráð til heimilis á Eiði, en nú vinnukonulaus,
en fljótlega upp úr því fara þau hvort í sína áttina. Hallgrímur var þá sendur í
fóstur til áðurnefnds Jóns Gíslasonar, föðurbróður síns í Túngarði á Fellsströnd,
og hefur hann þar væntanlega einnig notið velgerðarmanna móður sinnar á
Staðarfelli. Það er gaman að geta þess svona í framhjáhlaupi að Jón Gíslason í
Túngarði var langafi Svavars Gestssonar, fyrrum alþingismanns og ráðherra, sem
ekki alls fyrir löngu var sendiherra Íslands í Kanada. Eftir að hafa komið syninum
í fóstur fór Jóna Jónsdóttir vestur á firði til Bíldu dals. Þar var hún ráðs kona og
síðar sam býliskona Jóns Jónssonar, en hann sá um búfjárhald fyrir kaupmanninn
á Bíldu dal sem þá var at hafna maðurinn Pétur Thor steins son.
Þau Jóna og Jón Jónsson eignuðust saman dótt ur ina Ingi björgu Jóns dóttur
(1902 –1989), síðar hús freyju á Skála nesi í Gufu dals sveit. Af henni er hinn ís
lenski legg ur fjöl skyld unnar kominn. Seinna flutti Hallgrímur einnig til Bíldudals
og það er það an sem hann er skráð ur af landi brott til Vest ur heims. Sigurður
Gísla son og synir hans, þeir Markús og Sigurður, hafa að öllum líkindum farið
til Ameríku frá Seyð is firði árið 1903, en það mun hafa verið nokk uð algengt að
þeir sem hugðu á vesturferðir, og höfðu tök á, hafi farið austur á firði og aflað sér
farareyris með því að vinna hjá hinum norsku spekúlöntum sem þá voru teknir