Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 73
BREIÐFIRÐINGUR 73
Landsbókasafninu, en ég hef ekki lagt í að reyna að brjótast í gegnum þau til að
freista þess að finna einhverja samsvörun við Tungustapa. Hálfum mánuði áður
hafði Jón hinsvegar skrifað (Úr forum I, 70):
En verst er, að hér er eigi um auðugan garð að gresja. Þó hefi ég von um að fá lítið
eitt, en minnst af hinu fornhistoriska, því það er dautt, og hafa menntamenn mest
drepið það. Örðugleikinn er líka mikill, eins og dr. Maurer var þegar búinn að
reyna, að alþýða, og það hinir greindustu, þora eigi að segja traditionis, sem lygilegar
eru, því alþýða er hætt að þekkja sannan skáldskap. Af þessu fást ekki sögurnar, þó
einhver kunni þær, nema máske hjá bjánum, sem þá kunna ekki að segja þær.
Við vitum því miður ekki, hvort Jón Þorleifsson ætlaði að láta söguna Tungustapa
í sagnasafn Jóns Árnasonar, eða hvort hún var ekki annað en einskonar stílæfing
eða tilraun fyrir hann sjálfan í þá átt, hvernig listræn álfasaga gæti litið út, ef
hún væri ekki sögð af bjánum. Það er nefnilega Jón Árnason, sem velur hana úr
eftirlátnum handritum nafna síns sem þjóðsögu, og síðan hefur hún jafnan verið
eitt helsta stolt þessarar bókmenntagreinar á Íslandi. (Úr forum I, 6970, 7475).
Eftir að sagan Tungustapi birtist á prenti árið 1862, hefur staðurinn að
sjálfsögðu orðið mun þekktari og hugarflug manna farið á kreik. Þannig segir
Sumarliði Guðmundsson póstur frá því árið 1901, að hestar sæki í töðugresi á
hillum í stapanum á haustum, en hrapi stundum fram af þeim, þegar svellar að,
og telji menn það hefnd huldufólksins fyrir beitarstuldinn.
Önnur munnmæli gætu hinsvegar verið nokkurnveginn jafngömul og saga
Jóns Þorleifssonar. Guðlaugur Kristjánsson fæddist árið 1869 og ólst upp hjá
Sesselju Sigmundsdóttur í Rauðbarðaholti í Hvammsveit. Í ævisögu sinni árið
1945 segir Guðlaugur, að fyrstu búskaparár sín hafi Sesselja verið í Sælingsdal,
og þar hefði svarthryggjótt kýr, sem hún átti, skyndilega orðið mikill kostagripur,
en hafði áður ekki verið nema meðalkýr. Eitt sumarið hasði hún ekki gefið nema
hálfa nyt, eins og hún væri sífellt nýmjólkuð í annað málið. Um haustið dreymir
Sesselju huldukonu úr Tungustapa, sem segist hafa nytkað kú hennar, og nú skuli
hún launa henni með því, að öll afkvæmi kýrinnar skuli verða mjög nythá. Og
eftir þetta átti Sesselja jafnan miklu kúaláni að fagna. ( Dagur er liðinn, 22).
Samkvæmt sóknarmannatölum bjuggu Sesselja og Samúel maður hennar
reyndar aðeins eitt ár í Sælingsdal, 185758, svo að þeim ber ekki nákvæmlega
saman við frásögn Guðlaugs, en sé rétt með farið, hefur þetta átt sér stað um