Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 130

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 130
BREIÐFIRÐINGUR130 sinni. Það hafði því verið hlutskipti barnanna að fara suður til erfiðisvinnu strax eftir fermingu. Einar átti von á því að komast á blindraskólann fyrir sunnan og hann komst hvergi í vinnu. Það var almennt mikil fátækt á Hellissandi. Litla konan gerðist óróleg þegar hún hafði beðið langa stund undir múlanum og útfallið var að ná stóra steini, en enginn ferðalangur hafði látið sjá sig enn og hún kveið fyrir að ef til vill þyrfti hún að fara fjöruna ein, sem ekki var hættulaust. Hún hafði oft farið þessa leið en aldrei ein. Síðan sást til tveggja pilta sem komu askvaðandi og héldu áfram óhikað og stelpan spurði hvort hún mætti verða þeim samferða. Þessir piltar voru miklu eldri og hún var feimin og hálfhrædd við þessa stráka. Þeir sögðu að hún mætti sosum koma með eftir að þeir höfðu litið snöggt á hana, ef hún tefði þá ekki. Þetta var erfið ganga í stórgrýtinu, ekki síst vegna þess að norðaustanvindurinn gerði sitt til að stórar öldur Breiðafjarðarins skullu á fjörunni í öllu sínu veldi. Sjórinn gekk hátt upp í klettavegginn undir Enninu svo stelpunni leið ekki vel, líka vegna þeirra sagna sem hún þekkti um skuggalega viðburði í fjörunni. Það ýlfraði í klettunum. Strákarnir reyndu að leyna ótta sínum með mannalátum. Inn í fyrirgang piltanna blandaðist einnig svona sérstök áreitni sem ungum og reynslulausum stelpum líkar ekki vel við. Að öðru leyti var þessi ganga ekki stelpunni erfið því hún hafði lifað allt sitt líf á fjörukambinum á Sandi sem er bara aðeins vestar, fyrir opnu hafinu. Hún var í raun miklu hressari en þessir strákar sem voru óvanir svona stórbrimi enda ekki uppaldir við erfiða sjávarströnd heldur uppi á landinu. Það var því mjög notalegt þegar þau komu loks að samkomuhúsinu við Fals á. Stelp an minnt ist sögunnar þar sem öflugur sjómaður af Suður­ nesj um hafði kynnst syst ur hennar og hann mátti slást við hóp ungra sjó­ manna á staðnum sem gerðu tilkall til þessarar fríðu stelpu í blóðugum bar daga til að mega eiga stund með Mæju systur hennar, sem hét María. Sjómaðurinn, sem hét Tjörvi Kristjánsson, varð síðar eiginmaður Maríu. Hann var sonur Stjána bláa og Gunnu í Holti í Keflavík á Suðurnesjum, var á heimleið af mótoristaskóla á Ísafirði. Mamma fékk síðan inni í gömlu verbúðunum í Víkinni þar sem hún gisti hjá gamalli konu frá Sandi sem hafði þegar verið undirbúið af föður hennar ásamt fari með áætlunarbíl snemma morguninn eftir í Borgarnes.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.