Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 21

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 21
BREIÐFIRÐINGUR 21 sex hundruð manna, ok váru átta tigir Austmanna í flokki hans alskjaldaðir. Bræðr hans váru þar báðir með miklu liði. Allir váru þeir fyrir vestan á. Dylgjur miklar váru um þingit. Magnús biskup fékk sætta þá … Snorri hafði virðing af málum þessum. Ok í þessum málum gekk virðing hans við mest hér á landi. Hann gerðist skáld gott ok var hagr á allt þat, er hann tók höndum til, ok hafði inar beztu forsagnir á öllu því, er gera skyldi. Hann orti kvæði um Hákon galin, ok sendi jarlinn gjafir út á mót, sverð ok skjöld ok brynju. (Sturlunga I 1946, 269). Nú er Snorra greinilega alveg ljóst hverju varðar að hafa ofurefli liðs. Hann kallar búð sína Grýlu vafalítið til að ógna mönnum, Grýla var þegar á þeim tíma þekkt ófreskja, og hann hefur á áttunda hundrað manna (Sturla notar „stór“ hundruð = 120) en mesta furðu vekur málaliðið, 80 Norðmenn alskjaldaðir. Skildir voru dýrir og vandsmíðaðir en slitnuðu fljótt og kannski ber að skilja alskjaldaður eitthvað svipað og ef nú væri sagt ‚gráir fyrir járnum‘. Allt um það er ljóst að fyrst þessir menn eru kallaðir Austmenn (Norðmenn eða a.m.k. menn komnir úr annarri átti en Vestmenn sem komu frá bresku eyjunum) þá er ekki um að ræða venjulega heimamenn í Reykholti heldur skipulagðan her málaliða (sem í Skáldskaparmálum eru kallaðir heiðmenn eða heiðþegar og í skáldskap jafnvel heiðingjar, því heið er ‚máli‘). Hafa þeir kannski verið staðsettir á jörðum Snorra í smærri hópum, gegnt starfi varðmanna þar? Um þetta sýnist mér ekkert vitað. Enn ganga kirkjunnar menn í málið og tekst að afstýra blóðbaði, en Snorri hlaut virðing af, rétt eins og hann hafi loksins sýnt að hann lét ekkert stöðva sig. Og nú notar Sturla tækifærið og minnist á skáldmennt Snorra, segir að hann hafi gerst skáld gott. Þetta er sérkennilegt orðalag, því ef við megum treysta upp­ lýsingum úr Skáldatali hafði Snorri þegar hér er komið sögu ekki aðeins sent Hákoni gölnum kvæði heldur einnig Inga Noregskonungi og Sverri Sigurðarsyni konungi. Ekkert úr þessum kvæðum er varðveitt og heimildunum kannski ekki að treysta, en hreinn byrjandi er Snorri ekki þegar hann sest að í Reykholti. Um kveðskapinn munu falla fáein orð síðar, en nú finnst mér rétt að staldra við og hugleiða hvaða mynd Sturla hefur dregið af höfðingjanum í Reykholti áður en hann fór til Noregs í hið fyrra sinnið. Höfðinginn í Reykholti Snorri var, segir Sturla, fimm vetra þegar faðir hans andaðist og því ber saman við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.