Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 51
BREIÐFIRÐINGUR 51
skinnhandritum frá 14. öld og fjölda pappírshandrita frá 17. öld og síðar. Tæpt
verður á helstu handritum, einkennum þeirra og heimilum þeirra á slóðum
Sturlunga. Guðrún Ása Grímsdóttir er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum og hefir stundað þar útgáfustörf um árabil, m.
a. gefið út Árna sögu biskups og Lárentíus sögu biskups, eldri sem yngri annála
og skrifað bækur m. a. um Grunnavíkurhrepp hinn forna og Vatnsfjörð við Djúp.
Á hátíðinni birtist reyndar líka óperusöngkonan góða Hanna Dóra Sturludóttir
sem syngur við undirleik Snorra Sigfúsar Birgis sonar og Halldórs Þórðarsonar
frænda síns frá Breiðabólsstað á Fellsströnd. Fleiri dagskráratriði verða kynnt
síðar. Samkoman er styrkt af fullveldissjóði og sótt hefur verið um stuðning til
Dalabyggðar.
Sigursteinn Sigurðsson arkitekt hefur verið fenginn til að hanna staðinn, það er
skilti, stíga og bílastæði og annað sem nauðsynlegt
er að hanna á svona stað. Hann hefur einnig gert
tillögu um sérstakt merki fyrir Sturlureitinn, sem
birt er hér til vinstri.
Ari S. Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og
Einar K. Guðfinnsson, formaður Sturlunefndar,
fóru um Klofningshringinn siðastliðið sumar. Í þeirri för og eftir hana kviknaði
hugmyndin um gullna söguhringinn. Hugmyndin gengur út á það að koma
fyrir söguskiltum á allmörgum stöðum í Dalabyggð. Fyrst væri þar að nefna
stór yfirlitsskilti við Mjólkursamsöluna í Búðardal þar sem greint væri á korti
frá helstu stöðum á hringnum. Staðirnir sem kæmu helst til greina fyrir þessi
skilti væru – talið að vestan: Ólafsdalur, Staðarhóll, Skarð/Geir mund ar s taðir,
Búðardalur á Skarð strönd, Staðarfell, Hvammur, Laugar, Hjarð ar holt, Kvenna
brekka, Sauðafell. Sjá kort á næstu síðu.
Vinnan við þetta verkefni er í fullum gangi. Vegagerðin klárar bílastæði við
Staðarhólsafleggjarann í sumar. Framleiðsla skiltanna hefst þegar hönnun er
lokið. Þá er að gera göngustíga að Staðarhóli og á Staðarhóli. Einnig er á döfinni
að gera húsinu á Staðarhóli til góða en óvíst er hvað það verður. Húsið er illa farið
og það kostar verulega fjármuni að snyrta það til.
Verkefni þetta er unnið i góðri samvinnu við eigendur jarðarinnar að Staðar
hóli. s