Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 33
BREIÐFIRÐINGUR 33
(Sturlunga I 1946, 413), og eins og Helgi Þorláksson bendir á í nefndu riti um
Sturlu Þórðarson (2017, 205) skýtur Sturlu oftar en einu sinni upp við atburði í
Reykholti. En aldrei minnist hann á fóstra sinn Snorra og ekkert segir hann um
nám sitt eða uppeldi á höfuðbólinu.
Snorra og Þórði, bróður hans, sýnist að jafnaði hafa komið þokkalega saman, ef
horft er framhjá ágreiningi um arf, og báðir virðast þeir samkvæmt frásögn Sturlu
hafa verið það sem nútímamenn kalla átakafælnir en stundum hef ur reyndar verið
kennt fremur við hugleysi. Hins vegar er býsna oft grunnt á því góða með Snorra
og Sighvati, að ekki sé minnst á Sturlu Sighvatsson. Þeir feðgar hrekja Snorra frá
Reykholti og leggja undir sig ríki hans í Borgarfirði og hafa sömu aðferð og Snorri
áður á Alþingi: „Sighvatr ok synir hans, Sturla ok Kolbeinn, Þórðr kakali, komu
pálmasunnudag í Borgarfjörð með tíu hundruð mann a“ (Sturlunga I 1946, 391–
392). Ofureflið er mikið (1200 manna her er býsna stór) og eftir þessa atburði
verður fróðleg frásögn Sturlu af þeim Snorra og Þórði kakala í Noregi eftir að
þeir eru fallnir í Örlygsstaðabardaga árið 1238 Sighvatur og synir hans Sturla,
Kolbeinn, Þórður og Markús.
Þá er tíðindi þessi kómu til Nóregs um haustit, þótti þar inn mesti mannskaði eftir
þá feðga, því at þeir váru mjök vinsælir af kaupmönnum ok öðrum landsmönnum.
Hákon konungr var ok mikill vinr Sturlu, því at þat var mjök talat, at þeir Sturla
hefði þau ráð gert, at hann skyldi vinna land undir Hákon konung, en konungr
skyldi gera hann at höfðingja yfir landinu. Hafði Hákon konungr þar mest varaðan
Sturlu við, at hann skyldi eigi auka manndráp á landinu ok reka menn heldr útan.
Þá er Snorri Sturluson spurði fall Sighvats, bróður síns, ok sona hans, kvað hann
vísu þessa ok sendi til Þórðar kakala Sighvatssonar:
Tveir lifið, Þórðr, en þeira Þið lifið tveir, Þórður, en voruð sex í
þá vas œðri hlutr brœðra, haust, þá var hlutur bræðranna betri;
– rán vasa lýðum launat ykkur var ekki launað ránið með vægð.
laust – en sex á hausti.
Gera svín, en verðr venjask Ógnvænlegir úlfar verða til þess að
vár ætt, ef svá mætti, svínin hlaupa saman (fylkja sér); en
ýskelfandi, ulfar, vor ætt má þola afarkosti.
afarkaupum, samhlaupa.