Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 83
BREIÐFIRÐINGUR 83
Þetta haust voru miklar hörkur svo að lagði firði og vog, og þá var Breiðasund allt rennt fyrir jól. Eg var þá ráðinn til sjóróðra undir Jökli, sem
kallað var, og fór af stað í þá ferð eftir nýárið 1918. Við vorum fjórir saman
til Stykkishólms. Með mér voru: Torfi Guðbrandsson á Hallsstöðum, Leifur
Grímsson og Jóhannes Jóhannesson, sem síðar bjó lengi á Kjarlaksstöðum.
Þá var Valgrímur Sigurðsson póstur frá Stykkishólmi til Hellissands. Eg
ákvað að verða honum samferða þegar hann færi í næstu póstferð. Það var
hreint og kalt veður, þegar við fórum frá StóruTungu. Mig minnir að Björn í
Arney hafi flutt okkur fyrsta spölinn. Við komumst í Bíldsey um kvöldið, vorum
þar um nóttina í besta yfirlæti. Þar vorum við veðurtepptir í tvo sólarhringa.
Það var alltaf norðanbylur með grimmdarfrosti. Þegar farið var að ræða um
framhald ferðarinnar, kom mönnum saman um það, að við yrðum að komast
til Stykkishólms meðan vindurinn héldist, því þegar hann hægði, fyllti allt af ís
og gæti farið svo að við yrðum að bíða óratíma í Bíldsey. Eggert Eggertsson frá
Langey bjó þá í Bíldsey með Kristínu konu sinni. Hann var mjög leiðbeinandi
í þessu máli. Pétur Einarsson átti þá heima í Bíldsey og við fengum hann til að
flytja okkur til Stykkishólms.
Þegar við fórum frá Bíldsey, þá var svo mikill helreykurinn, að hann var
bara eins og svartasta þoka. Þá sá ekki nema lítinn blett fram undan bátnum.
Pétur stýrði eftir báru og vindi, kunnugur leiðinni, gekk prýðilega. Það var lent í
Maðkavík og báturinn settur þar upp á land.
Eg hitti Valgrím, hann bauð mig velkominn með sér til Hellissands og eftir
tveggja vikna dvöl í Stykkishólmi lögðum við í ferðina. Valgrímur smíðaði
mannbrodda á okkur báða og hafði skóflu meðferðis. Það var heiðríkt loft,
Róðrar frá
Hellissandi
Pétur Ólafsson, bóndi í Stóru-Tungu, segir frá