Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 15
BREIÐFIRÐINGUR 15
hálft Lundarmannagoðorð, ok skyldi hann halda þingmenn fyrir Þórði ok öðrum
þeim, er á leitaði.
En er Snorri hafði tekit við þingmönnum, þá þótti Þórði Böðvarssyni hann leita
meir á sína vini en áðr hafði Þórðr, bróðir hans, á leitat. (Sturlunga I 1946, 240).
Ekki þarf að minna á að það er faðir sagnaritarans sem þrátt fyrir allt var mun
óáleitnari en Snorri. En þetta er laglega gert hjá Sturlu. Þótt aldrei sé á það minnst
er fósturmóðir Snorra dóttir (laundóttir) Noregskonungs og fjórðungi bregður
til fósturs.
Í deilunni við Sighvat og Kolbein hafði Snorri lært mikilvæga lexíu um yfir
burði þess sem meiri mannafla hefur. En næsta átakaefni kennir honum fleira.
Þá er Snorri Sturluson bjó at Borg, kom skip í Hvítá, Orkneyjafar, ok var stýrimaðr
Þorkell rostungr, sonr Kolbeins karls, bróður Bjarna biskups. Hann fór til Borgar
um vetrinn, ok lagðist lítt á með þeim Snorra. Lét Snorri taka mjöl fyrir honum
um vetrinn ok lézt sjálfr vilja ráða lagi á. En Þorkell vildi ráða, hvé dýrt hann seldi
varning sinn. Váru mjölin tekin ór útibúri, en Þorkell stóð hjá ok lét sem hann vissi
eigi. En sá maðr hét Guðmundr, er mest gekk at, ok var djákn at Borg, en átti bú í
Þingnesi ok þeir tveir bræðr ok Guðmundr inn ungi, er síðan átti Halldóru, dóttur
Snorra Ófeigssonar.
Borg á Mýrum.