Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 121
BREIÐFIRÐINGUR 121
5 b) Efra svæðið eða Laugarholt er mun stærra um sig og samfelldara. Það er
nær 400 m langt og 250 m breitt. Þarna er óhemjumikið kalkhrúður sem víðast
hvar er nú uppbrotið og ber svæðið þess merki að meiri virkni hafi verið áður fyrr
eins og Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson höfðu eftir heimamönnum (Eggert
Ólafsson, 1943). Svæðið breyttist töluvert við boranir og nær allt vatn sem nú
nær yfirborði kemur upp um holu 7. Áður var langmest uppstreymi nyrst og
efst í holtinu og mældist hiti frá 45–57°C árið 1944 og rennsli var þá 0,4 l/s.
Á suðurhluta svæðisins ber mest á nær köldum ölkeldum og rennsli er sáralítið.
Í skurðinum niður með veginum upp að Lýsuhóli er mikið hverahrúður sem
auðsjáanlega hefur fallið út úr afrennslinu af svæðinu þegar rennsli hefur verið
meira en nú er.
Boraðar hafa verið sjö borholur við Lýsuhól, fjórar árin 1946–7 og þrjár árið
1963. Af þessum holum eru tvær við Lýsuhólslaug og gefa þær báðar nokkurt
vatn sem notað er í sundlaugina. Vatnið er 41–45,5°C heitt. Hola 1, sem er inn
an girð ingar við sundlaugina er nú farin að gefa sig og kemur allt að 41°C heitt
vatn upp allt umhverfis hana. Á efra svæðinu er nú aðeins vatn í einni holu (holu
7) og er það 57–60°C heitt en í staðinn dró niður í öllum laugum í kring. Hús á
Lýsuhóli eru hituð upp með heitu vatni.
Bláfeldarskarð. Uppi á Veðurárdal í Bláfeldarskarði eru nokkrar ölkeldur í
lækjar gili. Rennsli er lítið en nokkuð er um rauðar útfellingar. Hitastig í endaðan
ágúst 1979 var 5°C.
Magálsgil (Kálfá). Allmargar ölkeldur koma upp við austlægt misgengi sem
gengur upp með Kálfá. Ölkeldurnar koma flestar fram í klettaveggnum þar sem
áin fellur niður hlíðina en fáeinar eru upp í fjallinu. Hvítar útfellingar eru áber
andi. Í nóvember 1949 mældist hiti í einni þessara ölkelda 5,5°C.
Ósakot. Um 800 m austan við eyðibýlið Ósakot er lítil ölkelda í mýri. Hún er
um 30 cm í þvermál og allt að 1 m á dýpt. Nokkurt bólustreymi er í ölkeldunni.
Árið 1944 mældist hún 10,5°C heit í lok ágúst 1973 8°C, í maí 1977 var hitinn
2°C og í nóvember sama ár 1°C.
Bjarnarfosskot. Að minnsta kosti fjórar ölkeldur eru í brekkurótinni austan við
fossinn. Ein þeirra hefur verið grafin út og hlaðið upp í kringum hana. Hitastig
er breytilegt og mældist 8°C árið 1935 eða 1936 (Sonder, 1941), 6°C um miðjan
nóv ember 1949, 8°C í lok ágúst 1973, í maí 1977 5,5°C, í júní og júlí 8°C og í
nóvember sama ár 6°C. Rennsli hefur verið mælt 0,07 l/s en það er áreiðanlega
of lág tala.