Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 117
BREIÐFIRÐINGUR 117
Vesturbyggð
Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Íbúar eru
lið lega eitt þúsund. Það varð til 11. júní 1994 við sameiningu fjögurra
sveit ar félaga: Barðastrandarhrepps, Rauðasandshrepps, Bíldudals-
hrepps og Pat rekshrepps. Sameiningartillagan var felld í kosningum
á Tálknafirði og eru nú tvö sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum,
Tálkna fjarðarhreppur og Vesturbyggð. Sveitarfélagið nær frá Arnarfirði
að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. Til Vesturbyggðar teljast
byggða kjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreks-
fjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar,
Rauðisand ur og Suðurfirðir. Fyrrum voru sex hreppar á suðursvæði
Vestfjarða: Barða strandarhreppur, Ketildalahreppur, Patrekshreppur,
Rauðasandshrepp ur, Suðurfjarðahreppur og Tálknafjarðarhreppur. Vax-
andi umsvif eru í byggð arlaginu einkum vegna fiskeldisins; munar mest
um það á Bíldu dal. Í Vesturbyggð er Látrabjarg einn fjölsóttasti ferða-
mannastaður landsins.
svæði) og mældist þar árið 1977 mestur hiti 33°C. Rennsli er lítið en töluverðar
kalkútfellingar eru við augun.
Rauðamelsölkelda. Rauðamelsölkelda mun vera þekktasta ölkeldan á Íslandi.
Hún er norðan við giljakjaftinn norðan Ölkelduhrauns (í landi Rauðamels).
Áður fyrr var þarna öðruvísi umhorfs en nú og kom ölkeldan þá upp í móanum,
en síðar var hún grafin út og reistur yfir hana bárujárnsskúr. Á um 2x2 m svæði
inni í skúrnum bólar mikil kolsýra upp og er vatnið mjög líkt sódavatni á bragðið.
Nú rennur lækur undan skriðufætinum inn undir skúrinn og í leysingum fer allt
á flot þar. Í maí 1977 var hitinn um 1,5°C enda hláka og lækurinn í vexti. Í sept
ember 1973 mældist hitinn 8°C. Engar útfellingar eru í kringum þessa ölkeldu.
KolviðarnesHrútsholt (Laugagerðisskóli). Á þessu svæði er jarðhiti á þremur
stöðum.
3 a) Á árbakkanum við Haffjarðará var um 60°C heit laug sem kom upp úr
klöpp (Rannsóknarráð ríkisins, 1944). Rennsli úr henni var 2,5 l/s. Barth (1950)
telur laugina 46°C heita. Árin 1967 og 1973 voru boraðar tvær borholur við
laugina og kemur úr annarri þeirra um 2 l/s af um 60°C heitu vatni (var um 66°C
í lok borunar). Á nokkru svæði í kringum holurnar eru smá volgrur og afætur.
Vatn úr annarri holunni er notað til upphitunar á skólanum og í íbúðarhúsum.