Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 20
BREIÐFIRÐINGUR20
„hjuggu kylfur ór viðkesti, sem þá var títt at bera til dóma“. Magnús hafði greini
lega ekki ætlað viðinn til bareflisgerðar heldur til að kynda undir ölinu því það er
Hjaltlendingurinn Erlendur bakrauf sem vill verja sinn eldivið, því hann er heitu
maðr. Af þessu spretta átök þar sem Suðurmaður særir Magnús goða. (Sturlunga
I 1946, 267). Og nú heldur Sturla áfram:
Þá var sagt Sæmundi, at unnit væri á Magnúsi. Sæmundr lét tómliga við, áðr Páll,
sonr hans, spurði hvárt hann myndi sitja kyrr, þótt Magnús, systrsonr hans, væri
drepinn úti. Þá mælti Sæmundr, at menn skyldi taka herklæði sín.
Nú var sagt Snorra, at menn hans váru barðir úti, ok hljópu allir til vápna ok
í búðarsundit ok fylktu þar. Snorri sendi orð bræðrum sínum, Þórði ok Sighvati.
Kómu þeir til báðir með sína menn, ok þótti Sighvati Snorri ekki vel hafa haldit
stöðunni, áðr hann kom til.
Dreif nú til allr þingheimrinn, ok veitti hverr sínum vin. Váru hvárir tveggja
mjök fjölmennir, en þó var Sæmundur miklu aflamestr. Þorvaldr Gizurarson réð
til meðalgöngu ok margir menn með honum. En þeir Páll Sæmundarson ok Loftr
biskupsson eggjuðu mest til atgöngu. En Þorvaldr gat komit á griðum um nökkurra
nátta sakir.
Senda þá allir höfðingjar heim eftir liði.
[…]
En þær urðu málalyktir, at Sæmundr skyldi gera fé svá mikit sem honum líkaði,
ok allar sektir váru frá skilðar. Bændr af Akranesi gengu til handsala fyrir Snorra.
Þá er Sæmundr kom í búð sína, þá talaði einn hans maðr, at enn færi sem oftar,
at Sæmundr hefði enn einn virðing af málum þessum.
Sæmundr svarar: „Hvat tjóir slíkt at mæla, því at bræðr þessir draga sik svá fram,
at nær engir menn halda sik til fulls við þá“.
Eftir þetta fóru menn heim af þingi, ok Snorra líkaði illa. (Sturlunga I 1946,
267–268).
Snorra líkaði illa og því kemur ekkert á óvart að eftirmál verða. Snorri tekur að
sér arfsmál að sögn Sturlu fyrir „strák einn“ gegn Magnúsi og vinnur sigur í hér
aði, fyrst og fremst með mannsafnaði (tvær ferjur og fjörutíu manns á hvorri) og
klækjabrögðum, og svo kemur að Alþingi (að því er virðist 1217):
Snorri lét gera búð þá upp frá Lögbergi, er hann kallaði Grýlu. Snorri reið upp með