Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 68
BREIÐFIRÐINGUR68
Eyjar í mynni Hvammsfjarðar
Nokkrar eyjar í mynni Hvammsfjarðar tengjast huldubyggðum og er fyrst að
nefna Purkey, þar sem Ólafur gamli Sveinsson bjó og áður var nefndur. Þar bjó
huldukona í hólnum milli bæjar og fjóss og vandaði stundum um við fólk að hafa
ekki háreysti í frammi. Í Stórakastala sást smali úti með fé sitt. Í Brokey reyndi
Hans Becker lögmaður þrásinnis að hlaða vörðu á hól einum þrátt fyrir aðvaranir
huldumanns og fékk af því vanheilsu, sem dró hann til dauða. Í Hrappsey er
Álfhóll og gamall maður sá hann oft uppljómaðan með gleðskap á gamlárskvöld.
PurkeyjarÓlafur sagði einnig að huldufólk í Arney hefði fengið léðan hrút til
að lemba ærnar sínar, en skilað honum á sumardaginn fyrsta. Í Bíldsey bjuggu um
tíma foreldrar Sigurðar Breiðfjörðs skálds, Eiríkur og Ingibjörg. Ungur tígulegur
huldumaður sóttist eftir ástum Ingibjargar, meðan Eiríkur var við róðra undir
Jökli og tókst með herkjum að forða henni frá þeirri ásókn. Huldubátar sáust á
siglingu frá Fagurey og aðrir í heyflutningum skammt frá Purkey og jafnvel við
hvalskurð undan Hraunsfirði. (JÁ VI, 333; BS III, 116; JÞ, 16, 130; Gráskinna
I, 52.)
Skarðsströnd
Af Skarðsströnd eru komnar vísurnar um SkónálarBjarna, sem lýsir klæðaburði
og líkamsbyggingu fagurrar huldustúlku. Á Ballará sá drengur líka fallega huldu
stelpu snemma á 20. öld, en herfileg huldukona reyndi um 1700 að komast
uppí hjá Bjarna Péturssyni á Skarði. Sú átti að losna úr álögum við að hvíla hjá
mennsk um manni. Í Búðardal á Skarðströnd fannst sálmakver frá álfum og þar
reyndi huldumaður að nema unga stúlku brott. Þar birtist ungum sláttumönnum
líka huldustúlka, sem kvaðst heita Landdís. Tvisvar gerði huldufólkið þar bónda
þann greiða að kveikja vita í myrkri til að vísa honum leið af hafi. (JÁ I, 29, 58,
78, 123; VI, 10, 32; JÞ, 45; MG, 242.)
Í Rúgeyjum undan Skarðströnd þurfti ekki að hafa graðung handa kúnum því
þær fengu við huldunauti þar í eyjunum. Það var afgjald huldufólksins fyrir grasið
á bústað þess í Miðey sem heitir Kirkja og menn máttu ekki slá. Í Akureyjum er
Álfhóll og þar heyrðu menn þetta kveðið við barn: Ali mírin / dansi flírin / bimbsí
lárinn, dansar / og stígur sonarkorn. (JÁ I, 39; III, 7; JÞ, 171; BS III, 27.)
Saurbær
Nokkurnveginn sömu þulu segir Ólafur í Purkey hafa verið kveðna úr kletti á