Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 118

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 118
BREIÐFIRÐINGUR118 3 b) Um 300 m vestan við skólann er annað jarðhitasvæði. Það er í fúamýri, sem augljóslega er gamall vatnsbotn („vatnsbakkinn“ er um 1 m á hæð). Við norðurenda „vatnsins“ er fjöldi smáaugna á allstóru svæði sem lítið rennur úr. Hitastig er á bilinu 41–53°C. Sumsstaðar bólar upp kolsýra og upp við gamla „vatnsbakkann“ er töluvert kalkhrúður. 3 c) Um 200 m suðvestan við ofannefndan stað er leirfláki sem vel sést á loftmynd; þessi leirfláki er líklega einnig vatnsbotn. Þvert yfir norðurenda þessa „vatns“ liggur hveralína sem stefnir A–V. Línan er 10–20 m breið og 100–150 m löng og hitinn er frá 45°C upp í 53°C. Á línunni eru ótal augu og töluvert af kalkútfellingum. Víða er ógengt að augunum. Á stilltu veðri rýkur mikið úr tveimur síðarnefndu stöðunum, einkum þó þeim syðsta. Hitaveita hefur verið lögð frá Laugargerði á nálæga bæi. Þverá. Í mýrinni suðvestur af bænum Þverá er ölkelda. Hún er í eins metra djúpum pytti, sem er um 30–40 cm í þvermál. Í henni er lítið sem ekkert vatn í þurrkum eða frostum. Þessi ölkelda er í eldri ritum nefnd Gerðubergsölkelda. Miklaholtshreppur Skógarnes. Vestur af Syðra­Skógarnesi er vík sem heitir Ölkelduvík. Þar er ölkelda sem aðeins kemur upp úr um fjöru en mun áður fyrr hafa verið á þurru (Sýslu­ og sóknarlýsingar Hins íslenska bókmenntafélags; í Snæfellsnesi III). Í vesturhluta víkurinnar, nærri landi, bólar upp úr á svæði sem er 30 m á lengd og 10–15 m á breidd. Miklaholtssel. Sunnan undir Hafursfelli er hóll sem nú er nefndur Svínhóll en var áður nefndur Ölkelduhóll (Sýslu­ og sóknarlýsingar Hins íslenska bók­ menntafélags; í Snæfellsnesi III) en ekki er vitað um ölkeldu á þessum slóðum. Líklegt er að þarna hafi verið ölkelda, sem nú er horfin, því örnefni eru oftast nokkuð áreiðanleg. Laxá. Á tveimur sröðum í farvegi Laxár á milli Lambatungna og Dýjakinna austan undir Hafursfelli eru nokkrar litlar ölkeldur. Rennsli er lítið, en töluvert kolsýrustreymi er í þeim og rauðleitar og gulleitar útfellingar eru áberandi. Ófærugil í Kerlingaskarði. Við Ófærugil eru tvær stórar kalkhrúðursbreiður og ein minni. Sunnan við gilið eru nokkrar volgrur á um 20x50 m svæði og eru þær allt að 15°C heitar. Á þessu svæði er töluvert kalkhrúður og hafa sumar volgrurnar hlaðið upp litlum keilum sem eru flatar í toppinn (1–1,5 m á hæð og um 3–5 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.