Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 118
BREIÐFIRÐINGUR118
3 b) Um 300 m vestan við skólann er annað jarðhitasvæði. Það er í fúamýri,
sem augljóslega er gamall vatnsbotn („vatnsbakkinn“ er um 1 m á hæð). Við
norðurenda „vatnsins“ er fjöldi smáaugna á allstóru svæði sem lítið rennur úr.
Hitastig er á bilinu 41–53°C. Sumsstaðar bólar upp kolsýra og upp við gamla
„vatnsbakkann“ er töluvert kalkhrúður.
3 c) Um 200 m suðvestan við ofannefndan stað er leirfláki sem vel sést á
loftmynd; þessi leirfláki er líklega einnig vatnsbotn. Þvert yfir norðurenda þessa
„vatns“ liggur hveralína sem stefnir A–V. Línan er 10–20 m breið og 100–150
m löng og hitinn er frá 45°C upp í 53°C. Á línunni eru ótal augu og töluvert af
kalkútfellingum. Víða er ógengt að augunum.
Á stilltu veðri rýkur mikið úr tveimur síðarnefndu stöðunum, einkum þó
þeim syðsta.
Hitaveita hefur verið lögð frá Laugargerði á nálæga bæi.
Þverá. Í mýrinni suðvestur af bænum Þverá er ölkelda. Hún er í eins metra
djúpum pytti, sem er um 30–40 cm í þvermál. Í henni er lítið sem ekkert vatn
í þurrkum eða frostum. Þessi ölkelda er í eldri ritum nefnd Gerðubergsölkelda.
Miklaholtshreppur
Skógarnes. Vestur af SyðraSkógarnesi er vík sem heitir Ölkelduvík. Þar er ölkelda
sem aðeins kemur upp úr um fjöru en mun áður fyrr hafa verið á þurru (Sýslu og
sóknarlýsingar Hins íslenska bókmenntafélags; í Snæfellsnesi III). Í vesturhluta
víkurinnar, nærri landi, bólar upp úr á svæði sem er 30 m á lengd og 10–15 m
á breidd.
Miklaholtssel. Sunnan undir Hafursfelli er hóll sem nú er nefndur Svínhóll
en var áður nefndur Ölkelduhóll (Sýslu og sóknarlýsingar Hins íslenska bók
menntafélags; í Snæfellsnesi III) en ekki er vitað um ölkeldu á þessum slóðum.
Líklegt er að þarna hafi verið ölkelda, sem nú er horfin, því örnefni eru oftast
nokkuð áreiðanleg.
Laxá. Á tveimur sröðum í farvegi Laxár á milli Lambatungna og Dýjakinna
austan undir Hafursfelli eru nokkrar litlar ölkeldur. Rennsli er lítið, en töluvert
kolsýrustreymi er í þeim og rauðleitar og gulleitar útfellingar eru áberandi.
Ófærugil í Kerlingaskarði. Við Ófærugil eru tvær stórar kalkhrúðursbreiður og
ein minni. Sunnan við gilið eru nokkrar volgrur á um 20x50 m svæði og eru þær
allt að 15°C heitar. Á þessu svæði er töluvert kalkhrúður og hafa sumar volgrurnar
hlaðið upp litlum keilum sem eru flatar í toppinn (1–1,5 m á hæð og um 3–5 m