Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 72

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 72
BREIÐFIRÐINGUR72 ferð hans um landið. Jón Þorleifsson virðist þó ekki hafa verið búinn að senda nafna sínum neitt, þegar hann andaðist aðeins 35 ára gamall árið 1860. Hann skrifar Jóni Árnasyni 11. ágúst 1859 fáum mánuðum áður en hann deyr (NKS 3010, 4to, askja 35): Ekki sendi ég þér enn neitt af fornfræði. Ég hef kastað upp dálitlu, en er eigi búinn að ganga frá því. Hann hafði hinsvegar ánafnað Jóni Árnasyni öll handrit sín, og þannig hafa varðveist tvær dulrænar sögur sem skráðar voru af honum, tröllasagan Gullbrá og Skeggi í Hvammi og álfasagan Tungustapi. Nú er þess að geta, að Jón þessi Þorleifsson orti talsvert af ljóðum. Hann var líka byrjaður að skrifa skáldsögu, og var búinn með um 60 blaðsíður, þegar hann lést. Þetta sögubrot er næst að aldri á eftir Pilti og stúlku í íslenskri skáldsagnagerð á síðari öldum. Jón Þorleifsson var alla sína stuttu ævi afar heilsutæpur og hálfgerður krypplingur, en mjög andlega vakandi og las bæði enskar og franskar bókmenntir auk annars. Það er mjög athyglisvert að lesa, hvað Jón skrifar nafna sínum Árnasyni um sögurnar, sem hann langar að safna fyrir hann, 10. okt. 1958, tveim árum áður en hann deyr (Úr forum I, 74–75): Ekki er ég ennþá farinn að skrifa upp neitt ævintýrið, en ég er svona að melta með mér það litla, sem ég fæ. Hér rekur að sama og vant er oftast nú á dögum; ég næ ekki í bestu fontes (heimildir) hjá því besta hjátrúarfólki, því það skilur ei tilganginn og álítur það að kasta helgidóminum fyrir hunda að láta vantrúaða vera að skrifa slíkt upp, en vantrúaðir segja manni mest og best sögurnar. En þó þeim segist vel, þá hverfur þetta naivitet, sem prýðir svo mjög slíkar sögur og sem varla er mögulegt að stæla eftir, svo allt í þessari barnlegu og ljósu hreinskilni verði aptum (með réttu sniði), til dæmis eins og W. Irving og hjá Lamartine á sumum stöðum, þar sem þeir hafa veitt ævintýrin upp úr dónunum. Og ég er sannfærður um, að það naivitet, sem dáðst er að hjá þeim, er máske fremur dónans orð en meistarans, er fær allt hrósið. Við menntunarsnauðir 20. aldar menn vitum naumast, hverja Jón Þorleifsson er að tala um, en Washington Irving var amerískur höfundur, sem dó um líkt leyti og Jón, og Alphonse Lamartine var franskur rómantískur höfundur og diplómat, sem dó 10 árum seinna. Nokkur rit eftir þessa höfunda eru til hér á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.