Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 113

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 113
BREIÐFIRÐINGUR 113 Haukur Jóhannesson Ölkeldur og ölkeldu - jarðhiti á Snæfellsnesi Jarðhiti er fremur lítill á Snæfellsnesi og svo einkennist hann af því að í vatninu er mikið magn kolsýru (CO2). Aftur á móti eru fleiri ölkeldur á Snæfellsnesi en annars staðar í landinu. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að undir nesinu eru djúpstæð kólnandi kvikuhólf sem eru að afgasast. Kolsýran streymir upp til yfirborðs og blandast grunnvatninu og kemur fram sem ölkeldur. Hitastig í öl­ keldunum fylgir hitastigi grunnvatns á svæðinu. Kortið hér til hliðar sýnir dreifingu ölkeldna og jarðhita á Snæfellsnesi. Reyndar nær kortið og yfirlitið í meðfylgjandi grein suður í Mýrasýslu, það er allt suður í Hraunhrepp. Á kortinu sést líka að það eru hvergi volgrur eða jarðhiti af neinu tagi norðan við Hvammsfjörð innan við Helgafellssveit, hvergi á Skógarströnd. Ekkert sést til slíkra tíðinda í náttúrunni fyrr en kemur inn í Hörðudal í Dalasýslu. Svo sést að það er jarðhiti í Reykjadal í Dölum, það er sá hiti sem notaður er fyrir Búðardalsþéttbýlið. Þá sést að það er jarðhiti eins og allir vita að Laugum í Sælingsdal, gulur punktur. Svo sést utar með norðanverðum Hvammsfirðinum jarðhiti, blár punktur, í hlíðinni fyrir ofan Breiðabólsstað á Fellsströnd. Síðan ekki söguna meir á Klofningsfjallgarðinum né við Gilsfjörð. Það fer svo heldur að lifna yfir jarðhitanum þegar kemur norður fyrir Gilsfjörð, auðvitað aðallega á Reykhólum sem allir þekkja en það er ekkert um það á þessu korti. Í næstu grein í næsta hefti Breiðfirðings fjallar Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur, um jarðhita í Dalasýslu og í Austur-Barðastrandarsýslu. Í síðasta hefti skrifaði hann um Vestur-Barðastrandarsýslu. Ætlun Breiðfirðings er að gefa greinarnar út allar saman í sérprenti þegar allt er komið í hús. Breiðfirðingur kann Hauki bestu þakkir fyrir þetta stórmerka framlag til upplýsingar um byggðarlagið. Sumir segja að við séum farin að teygja okkur nokkuð langt það er allt norður í Arnarfjörð og suður í Hraunhrepp. En náttúran þekkir ekki einu sinni gömlu sýslumörkin hvað þá nýju byggðamörkin sem skiptir engu máli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.