Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 40

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 40
BREIÐFIRÐINGUR40 gerð Landnámu (frá því um 1300), kemur bæjarnafnið Staðarhóll ekki beinlínis fyrir, en þar stendur: „Þjóðrekr son [Slétt]u­Bjarnar ok Þuríðar [Steinólfsdóttur, Ingj]aldssonar hins hvíta, kom ungr til Íslands ok nam Saurbœ allan á [mi]lli Tjalda[ness ok] Múlafells ok bjó undir Hól. Hans son var Sturla ok ... Son Sturlu var Þórðr faðir Þóríðar“ (M32; ÍF I, bls. 158). Jakob Benediktsson (ÍF I, nmgr. 5, bls. 159) gerði ráð fyrir því að bærinn undir Hóli væri vafalaust Staðarhóll en nýlega hefur Helgi Þorláksson lagt fram þá kenningu að undir Hóli gæti verið Saurhóll, ekki Staðarhóll (2017, nmgr. 30, bls. 206). Helgi færir rök fyrir því að Sturla hefði haft ástæðu til þess að breyta Melabókar­textanum hvað varðar landnámið í Saurbæ, og til að leggja áherslu á að Staðarhóll væri landnámsbær og til að treysta stöðu sína sem höfðingja. (Sama heimild, bls. 206). Í 57. kafla Eyrbyggja sögu, þegar Þórir Gull­Harðarson er kynntur til sögunnar, er þess getið að „hann var vinr Sturlu Þjóðrekssonar, er Víga­Sturla var kallaðr; hann bjó á Staðarhóli í Saurbæ“ (ÍF IV, bls. 157­58). Víga­Sturla kemur fyrir aftur í 62. kafla þegar Snorri goði sendir mann vestur á Staðarhól til að biðja Sturlu að koma „til móts við sik í Tungu norðr í Bitru um daginn eftir“ (ÍF IV, bls. 166). En höfundur Eyrbyggja sögu er talinn hafa notað Sturlubókargerð Landnámabókar og sótt atriði þaðan þannig að það kemur ekki á óvart að Eyrbyggja saga skyldi styðjast við Sturlubók varðandi Víga­Sturlu og Staðarhól (sjá ÍF IV, bls. xiv­xv). Málaferlin sem er lýst í Íslendinga sögu varðandi yfirtöku Sturlu Þórðarsonar á Staðarhóli árið 1241 eru vel þekkt og frásögnin er gott dæmi af ritsnilld Sturlu (sjá kafla 148) en með því að safna saman upplýsingum úr t.d. Þorgils sögu og Hafliða, Hvamm­Sturlu sögu, Íslendinga sögu, Þórðar sögu kakala, Þórðar sögu skarða (svo og fornbréfum, þó ekki verði fjallað um þau hér), er hægt að draga upp mynd af eigendum Staðarhóls yfir mörg hundruð ára skeið. Þegar þess ir textar eru lesnir með tilliti til bæjarins og sögu hans verður hlutverk Staðarhóls áberandi frá sjónarhorni frásagnarlistar. Staðarhóll er nefnilega einn af nokkrum stöðum í Dölum sem koma frekar oft fyrir í Sturlunga sögu og sem mætti lýsa sem eins konar frásagna­akkeri, þ.e.a.s. fastir punktar í landslagi sem frásögnin hverfist um. Af og til er sagt frá stórum atburðum sem gerðust á staðnum. Of­ beldi er beitt þar, t.d. árið 1191, þegar (í 4. kafla Íslendinga sögu) þeir Þorgrímr Ingimundarson og Bassi Óspaksson drepa Jón Bjarnarson inn óða á Staðarhóli „eftir messu í stofu inni“ (Sturlunga saga I, bls. 232), og árið 1256, þegar (í 63. kafla Þorgils sögu skarða) Hrafn og Ásgrímur ganga inn á Staðarhóli í leit
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.