Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 42

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 42
BREIÐFIRÐINGUR42 þvílíkan, sem sjá mátti. Þeir Sturla sjá atreiðina ... Lét Sturla þá taka hesta sína ok ríða síðan upp á fjallit. En þeir Hrafn og Ásgrímr gengu inn á Staðarhóli, ok drap Ásgrímr þar í durunum Helga keis. Dvölðust þeir þar skamma hríð, þegar þeir vissu, at Sturla var eigi heima. Riðu þeir þá suðr aftr yfir heiði. Sturla kom heim litlu síðar“ (Sturlunga saga II, bls. 207­208). Ýmis fleiri dæmi mætti nefna en hér verða valin tvö sem er að finna í Hvamm­Sturlu sögu. Fyrsta dæmið er í 9. kafla í hinu svokallaða Yngvildarmáli, þegar Sturla fer til Saurbæj ar með mikið lið gegn Einari Þorgilssyni. Þá lesum við að „Sturla reið vestr til Saurbæjar með sex tigu manna, upp Þverdal, en ofan Traðardal ok svá í Saurbæ ok háði féránsdóma á Staðarhóli ok reið aftr um Sælingsdal ok útan reiðgötu at Hvammi. En flokk Einars sat fyrir ofan götuna milli túngarðs ok Stekkamúla. Síðan gengu þeir Böð­ varr heiman af bænum með flokkinn mót Sturlu. En Einarr hljóp upp ok eggjaði atgöngu” (Sturlunga saga I, bls. 74). Hitt dæmið er að finna í 17. og 18. kafla og tengist deilu þeirra Sturlu og Einars, en þá hefur verið byggt „virki um bæinn á Staðarhóli ok þar byrgð í nautin um nætr ok vakat yfir ok setit at um daga yfir undir fjallinu gegnt Staðarhóli“ (Sturlunga saga I, bls. 84). Einarr Ingibjargarson fer „yfir fjall it efra ok ofan Traðardal upp frá Staðarhóli. En þeir gerðu tvá menn it efra um Melárdal, en ofan Ásólfsgötu, á njósn at vita um naut þau, er komin váru ór Búðardal. Þeir kómu í mót þeim Einari í Þverárdal og sögðu, at nautin váru nær túni á Staðarhóli. Síðan fóru þeir til nautanna ... Þeir ráku nautin fyrir sér ok stefndu til Tjaldaness” (Sturlunga saga I, bls. 84). Vinna við að kortleggja Sturlunga sögu og hnitsetja alla staði og ferðir sem koma fyrir í þessum textum (sem er hluti af „Icelandic Saga Map“ verkefninu) hef­ ur það að markmiði að auðvelda skilning á atburðum sem sagt er frá, í samhengi landslags. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum sagnasvæðis getur það verið afar upplýsandi að rekja atburði í fornsögum á korti. Það má segja að þessi aðferð eigi margt sameiginlegt með því að skrá fornminjar: í báðum tilfellum fæst yfirsýn yfir landslag og menningarsögu í sínu umhverfi og heildarmyndin skýrist  Þess má geta að víða á söguríkum svæðum á borð við Staðarhól er mikið um örnefni sem minna á forna frægð eða tilraunir seinni tíma manna til að lesa atburði inn í landslagið. Sú virðist ekki raunin á Staðarhóli og flest örnefni virðast til marks um dagleg störf og ferðir fólks eða útlitseinkenni náttúrufyrirbæra. Minjaskráning Síðastliðið haust, 2017, hófst fornleifaskráning á Staðarhóli og hinum fornu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.