Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 42
BREIÐFIRÐINGUR42
þvílíkan, sem sjá mátti. Þeir Sturla sjá atreiðina ... Lét Sturla þá taka hesta sína
ok ríða síðan upp á fjallit. En þeir Hrafn og Ásgrímr gengu inn á Staðarhóli, ok
drap Ásgrímr þar í durunum Helga keis. Dvölðust þeir þar skamma hríð, þegar
þeir vissu, at Sturla var eigi heima. Riðu þeir þá suðr aftr yfir heiði. Sturla kom
heim litlu síðar“ (Sturlunga saga II, bls. 207208). Ýmis fleiri dæmi mætti nefna
en hér verða valin tvö sem er að finna í HvammSturlu sögu. Fyrsta dæmið er í 9.
kafla í hinu svokallaða Yngvildarmáli, þegar Sturla fer til Saurbæj ar með mikið lið
gegn Einari Þorgilssyni. Þá lesum við að „Sturla reið vestr til Saurbæjar með sex
tigu manna, upp Þverdal, en ofan Traðardal ok svá í Saurbæ ok háði féránsdóma
á Staðarhóli ok reið aftr um Sælingsdal ok útan reiðgötu at Hvammi. En flokk
Einars sat fyrir ofan götuna milli túngarðs ok Stekkamúla. Síðan gengu þeir Böð
varr heiman af bænum með flokkinn mót Sturlu. En Einarr hljóp upp ok eggjaði
atgöngu” (Sturlunga saga I, bls. 74). Hitt dæmið er að finna í 17. og 18. kafla og
tengist deilu þeirra Sturlu og Einars, en þá hefur verið byggt „virki um bæinn á
Staðarhóli ok þar byrgð í nautin um nætr ok vakat yfir ok setit at um daga yfir
undir fjallinu gegnt Staðarhóli“ (Sturlunga saga I, bls. 84). Einarr Ingibjargarson
fer „yfir fjall it efra ok ofan Traðardal upp frá Staðarhóli. En þeir gerðu tvá menn
it efra um Melárdal, en ofan Ásólfsgötu, á njósn at vita um naut þau, er komin
váru ór Búðardal. Þeir kómu í mót þeim Einari í Þverárdal og sögðu, at nautin
váru nær túni á Staðarhóli. Síðan fóru þeir til nautanna ... Þeir ráku nautin fyrir
sér ok stefndu til Tjaldaness” (Sturlunga saga I, bls. 84).
Vinna við að kortleggja Sturlunga sögu og hnitsetja alla staði og ferðir sem
koma fyrir í þessum textum (sem er hluti af „Icelandic Saga Map“ verkefninu) hef
ur það að markmiði að auðvelda skilning á atburðum sem sagt er frá, í samhengi
landslags. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum sagnasvæðis getur það verið
afar upplýsandi að rekja atburði í fornsögum á korti. Það má segja að þessi aðferð
eigi margt sameiginlegt með því að skrá fornminjar: í báðum tilfellum fæst yfirsýn
yfir landslag og menningarsögu í sínu umhverfi og heildarmyndin skýrist Þess
má geta að víða á söguríkum svæðum á borð við Staðarhól er mikið um örnefni
sem minna á forna frægð eða tilraunir seinni tíma manna til að lesa atburði inn í
landslagið. Sú virðist ekki raunin á Staðarhóli og flest örnefni virðast til marks um
dagleg störf og ferðir fólks eða útlitseinkenni náttúrufyrirbæra.
Minjaskráning
Síðastliðið haust, 2017, hófst fornleifaskráning á Staðarhóli og hinum fornu