Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 83

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 83
BREIÐFIRÐINGUR 83 Þetta haust voru miklar hörkur svo að lagði firði og vog, og þá var Breiðasund allt rennt fyrir jól. Eg var þá ráðinn til sjóróðra undir Jökli, sem kallað var, og fór af stað í þá ferð eftir nýárið 1918. Við vorum fjórir saman til Stykkishólms. Með mér voru: Torfi Guðbrandsson á Hallsstöðum, Leifur Grímsson og Jóhannes Jóhannesson, sem síðar bjó lengi á Kjarlaksstöðum. Þá var Valgrímur Sigurðsson póstur frá Stykkishólmi til Hellissands. Eg ákvað að verða honum samferða þegar hann færi í næstu póstferð. Það var hreint og kalt veður, þegar við fórum frá Stóru­Tungu. Mig minnir að Björn í Arney hafi flutt okkur fyrsta spölinn. Við komumst í Bíldsey um kvöldið, vorum þar um nóttina í besta yfirlæti. Þar vorum við veðurtepptir í tvo sólarhringa. Það var alltaf norðanbylur með grimmdarfrosti. Þegar farið var að ræða um framhald ferðarinnar, kom mönnum saman um það, að við yrðum að komast til Stykkishólms meðan vindurinn héldist, því þegar hann hægði, fyllti allt af ís og gæti farið svo að við yrðum að bíða óratíma í Bíldsey. Eggert Eggertsson frá Langey bjó þá í Bíldsey með Kristínu konu sinni. Hann var mjög leiðbeinandi í þessu máli. Pétur Einarsson átti þá heima í Bíldsey og við fengum hann til að flytja okkur til Stykkishólms. Þegar við fórum frá Bíldsey, þá var svo mikill helreykurinn, að hann var bara eins og svartasta þoka. Þá sá ekki nema lítinn blett fram undan bátnum. Pétur stýrði eftir báru og vindi, kunnugur leiðinni, gekk prýðilega. Það var lent í Maðkavík og báturinn settur þar upp á land. Eg hitti Valgrím, hann bauð mig velkominn með sér til Hellissands og eftir tveggja vikna dvöl í Stykkishólmi lögðum við í ferðina. Valgrímur smíðaði mannbrodda á okkur báða og hafði skóflu meðferðis. Það var heiðríkt loft, Róðrar frá Hellissandi Pétur Ólafsson, bóndi í Stóru-Tungu, segir frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.