Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 27

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 27
BREIÐFIRÐINGUR 27 Munða ek mildingi, Ég mundi hinum örláta manni fimmtán þá er Mœra hilmi stórgjafir þá er eg flutti drottni fluttak fjögur kvæði, Mærafylkjanna fjögur kvæði. fimmtán stórgjafar. Það var kannski fullmikið sagt þegar Skúli jarl var kallaður hilmir Mæra, en í Mærafylkjunum átti hann þó einna vísast fylgi, að manni skilst. Tvö kvæði hafði Snorri flutt honum í Noregi og þegar svona langt var komið Háttatali átti Skúli líka svikalaust tvö kvæði þar. Annað Noregskvæðanna var greinilega drápa, þ.e.a.s. kvæði með stefjum og skipt í bálka, en í stað þess að vitna í kvæðið að öðru leyti heldur Sturla til haga stefinu einu, sem í þetta skiptið er klofastef, en það er talsverð bragþraut. Klofastef er þannig vaxið að tvær eða þrjár braglínur eiga efnislega sérstöðu en standa ekki saman í kvæðinu. Snorri bregður því t.d. fyrir sig í 68. til 70. erindi Háttatals þar sem stefið er „Fremstr varð Skúli / skjöldunga ungr“ og fyrri línan er fyrsta lína 68. vísu en hin síðari seinasta lína 70. vísu! Þesskonar klofastef má reyndar vel vera stæling á klofastefi í Knútsdrápu Sighvats Þórðarsonar, „Knútr var und himnum / höfuðfremstr jöfurr“ (Skj A I, 248–251). Hins vegar finn ég enga hliðstæðu við klofastefið úr Skúladrápu og síst af öllu „alhent“ eins og Sturla kallar það, en það hnígur að því að aðalhendingar eru í öllum braglínunum og ættu þær því að vera önnur, fjórða, sjötta eða áttunda braglína í dróttkvæðri vísu en engin þeirra upphafslína eins og er í Háttatali og Knútsdrápu. Þetta bendir ótvírætt til að Snorri hafi í Skúladrápu ekki síður en í Háttatali lagt mikið upp úr að sýna bragfimi. Klofastefið má taka svona sa­ man: „Skúli, harðmúlaðr gnaphjarls rambliks, vas skapaðr miklu framarst jarla“ og merkir þá harðmúlaðr gnaphjarls rambliks‚ harðdrægur við gullið, örlátur‘ samkvæmt tillögu útgefenda (Sturlunga I 1946, 590). En það er ekki bragfimin sem vekur athygli landa Snorra heldur óheppileg braglína „harðmúlaðr var Skúli“ og Sturla segir þeir hafi „snúið afleiðis“. Það ligg ur við að maður finni í hvaða rímnauð Snorri var staddur: Það eru hreint ekki mörg orð í íslensku sem ríma við Skúli! Ekkert er vitað um Þórodd þann í Selvogi sem mútaði hagyrðingi (sem enn færra er vitað um, því hann er nafnlaus) með sauðarkrofi og fékk vísuna sem Sturla sér ástæðu til að vitna í. Fyrri helming­ ur vísunnar er alls ekki ófyndinn útúrsnúningur úr stefi Snorra en seinni part­ urinn er að sínu leyti ófrumlegur því hann er unninn upp úr vísu sem Þórarinn stuttfeld ur hafði ort um Árna fjöruskeif tæpri öld áður. Þar er einmitt talað um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.