Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 29

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 29
BREIÐFIRÐINGUR 29 Svo sem í framhjáhlaupi kemur fram að Snorri hafi um þessar mundir verið að búi sínu í Stafholti, og fáir munu í vafa um að hann hafi ort þessa vísu. – Það er svo kannski fremur grátbroslegt vegna framhaldsins að Snorri skuli hafa orðið auðkýfingur um Björn, maka Hallveigar Ormsdóttur. Leiðin til meiri auðæfa Eftir lát Bjarnar stendur Hallveig, ekkja hans til þess arfs, og þegar Kolskeggur hinn auðgi lést árið 1224 fellur auður hans til hennar, en áður hafði Ormur tengdafaðir hennar (sá sem Norðmenn vógu í Vestmannaeyjum), annast eigur Kolskeggs af þeirri skemmtilegu ástæðu að Þóra, systir Kolskeggs og erfingi hans, var frilla Orms! Ættfræði auðmagnsins hefur löngum verið merkileg á Íslandi. Er reyndar full ástæða til að taka eftir orðum Sturlu um arfskiptin eftir fall Orms Breiðbælings: „Fór Sæmundi (í Odda) þat drengiliga, at hann gaf allan arf börn­ um Orms eftir hann óskilgetnum“ (Sturlunga I 1946, 270). Þarna er upphafið að auði Hallveigar. Sæmundur, sá sem þarna sýndi drengskap sinn, sonur Jóns Loftssonar og fóst­ bróðir Snorra, lést árið 1222 og hafði lagt svo fyrir „at Solveig, dóttir hans, skyldi taka jafnmikinn arf sem einn hverr sona hans.“ Og eftirfarandi kafli er einn þeirra sem oftast er vitnað til í sögum af Snorra: Synir Sæmundar [í Odda] urðu á þat sáttir, at þeir skyldu því hlíta um fjárskipti, sem Snorri Sturluson skipti með þeim, ok sendu þeir eftir honum um vetrinn, at hann skyldi koma suðr til fjárskiptis. Fór Snorri þá suðr ok Ingimundr Jónsson ok Ásgrímr Bergþórsson ok höfðu gott föruneyti. Hann gisti at Keldum [þar bjó Valgerður, móðir Solveigar]. Var hann þar í kærleikum miklum við þær mæðgur, ok fór Solveig í Odda með honum. Þótti Snorra allskemmtiligt at tala við hana. En er þau riðu frá Keldum, reið kona í mót þeim ok hafði flakaólpu bláa ok saumuð flökin at höfði henni. Hafði hon þat fyrir hattinn. [Það er verðugt verkefni fyrir tískuteiknara að búa til flakaúlpu]. Einn maðr var með henni. En þat var Hall­ veig Ormsdóttir, er þá var féríkust á Íslandi. Snorra þótti hennar ferð heldr hæðilig ok brosti at. Snorri fór í Odda ok stillti svá til, at Solveig hafði koseyri af arfi, þeim er hon rétti hendr til. En mest helt hann fram hlut Hálfdanar af öllum sonum Sæmundar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.