Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 5
H á s k a l e g o g ó s j á l f b æ r s a m f é l a g s t i l r a u n TMM 2010 · 1 5 Hafi það valdið öðrum tjóni er mér ljúft og skylt að biðjast fyrirgefn­ ingar. Enginn er dómari í eigin sök en hafi ég misfarið með það vald sem mér var treyst fyrir verð ég að standa bæði sjálfri mér og öðrum reikn­ ingsskil þeirra gerða. Þessi grein fjallar hins vegar ekki um hlut minn eða annarra ein­ staklinga í þeirri atburðarás sem átti sér stað í aðdraganda hrunsins né framkvæmd laga og reglna. Eins og fyrr segir hef ég gert rannsóknar­ nefndinni grein fyrir því sem ég veit. Þessi grein fjallar um þá sam­ félagsþróun sem hér varð í lok síðustu aldar og á fyrstu árum þessarar og sem leiddi að lokum til þeirra fjörbrota sem við erum nú vitni að. Hún fjallar um þann heimatilbúna vanda sem gerði það að verkum að við fórum verr út úr fjármálakreppunni, sem skók heiminn á árinu 2008, en flestar aðrar þjóðir. Sjónum er beint að kerfinu sem hrundi en ekki dvalið við sjálf endalokin. I. Eins og fólk er flest Mánuðum saman hefur vart liðið sá dagur að ekki sé fjallað um það í fréttum, umræðuþáttum, úttektum fjölmiðla, greinum og bloggi hversu lélegir og spilltir íslenskir bankamenn, stjórnmálamenn og embættis­ menn hafi verið í aðdraganda hrunsins. Jafnvel hófstilltir menn halda því fram að þjóðin hafi átt verri bankamenn en aðrar þjóðir og ummæli í þá veru að íslenskir stjórnmálamenn hafi verið óvenju slæmir á undan­ förnum árum falla í frjóan jarðveg. Séríslensk spilling, græðgi, vanhæfni og eftirlitsleysi hafi valdið fjármálarhruninu á Íslandi. Eflaust á þetta sinn þátt í hruninu en þegar alls er gætt erum við Íslend­ ingar líklega hvorki betri né verri en aðrar þjóðir. Við erum bara eins og fólk er flest. Hvorki snjallari en aðrir, eins og við freistuðumst til að trúa til skamms tíma, né meiri vesalingar eins og nú virðist viðtekið. Þetta á við um bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn eins og aðra. Það eru kannski ekki margir sem skara fram úr í þessum hópi en það á við um fleiri þjóðfélagshópa hér á landi. Því veldur einfaldlega fólksfæðin. Án efa eru margar aðgerðir og ákvarðanir í aðdraganda hrunsins gagnrýniverðar. Fréttir úr bankakerfinu benda auk þess óneitanlega til þess að margar ákvarðanir sem þar voru teknar mánuðina fyrir hrun hafi verið á svig við lög, reglur og eðlilega viðskiptahætti. Sjálfsagt er að velta við hverjum steini í íslensku fjármálakerfi og stjórnkerfi og allt hlýtur þetta að koma til sérstakrar skoðunar hjá rannsóknarnefnd Alþingis sem og hjá sérstökum saksóknara ef ástæða þykir til og grunur vaknar um refsivert athæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.